Færslur: 2016 Mars

08.03.2016 21:00

Kjarkaður, - grimmur nú eða bara helv. aumingi.

Nr. 1 , 2 og 3 vil ég bara hafa hann nógu djöf. grimman sagði viðmælandinn ákveðinn.

 Hann hafði hringt í mig til að vita hvort ég vissi einhversstaðar af hundi sem hentaði honum í pörun.

 Taldi upp ýmsa kosti sem tíkin hans var gædd en það vantaði alveg kjarkinn.

  Svona símtöl koma alltaf öðru hvoru og stundum verða þau bæði löng og ánægjuleg. 
  Sérstaklega þegar viðmælandinn veit alveg nákvæmlega hvað hann vill og farið er að stúdera ættfræðina og skiptast á skoðunum um viðfangsefnið og hugsanlegan árangur.

Og næstum allir eru að leita að hundi sem er nægilega kjarkmikill og ágengur til geta haft sem fullkomnasta stjórn á aðstæðum

 Sumir eru sammála mér um að það sé mikill munur annarsvegar á yfirvegun og kjarki, til að taka vafningalaust á kind sem ræðst á hundinn eða stendur framaní. Hundi sem sleppir strax og kindin gefur eftir.

 Hinsvegar á grimmum hundi sem ræðst á kind til að hanga í henni og tjóna hana, stundum í taugaveiklun eða einhverskonar stresskasti.

 Hundi sem mér finnst stundum að skapi fleiri vandamál en hann leysir.

 Tamningin spilar að sjálfsögðu alltaf inn í það hvernig spilast úr þessum eiginleikum, en suma hluti ræð ég allavega ekki við þó það segi nú kannski ekki mikið.

 Ég ákvað að leggja ekki í rökræður um grimmd eða ekki grimmd , sagðist því miður ekki muna eftir neinum fólgrimmum hundi í augnablikinu og óskaði náunganum velfarnaðar í leitinni.


 Félagi Vaskur er sá algrimmasti sem ég hef tamið og átt. Réðist bæði á menn og dýr jöfnum tönnum. 
  Hann hefur trúlega átt 9 líf eins og kettirnir því hann flaut á kostunum gegnum lífið þrátt fyrir nokkur grafalvarleg brot fyrrihluta ævinnar. En hann var ekki notaður í ræktunina.

 Já, þó mér gangi langoftast illa að rækta hinn fullkomna hund þá kemur fyrir að detti inn  hjá mér eintök sem mér finnst ásættanleg í framræktun. 

 Það er svo að sjálfsögðu alltaf sama lotteríið hvernig spilast úr þeim eintökum. 

 En eitt af forgangsatriðunum svo eintökin sleppi gegnum nálaraugað er góð samsetning af ágengni og kjarki.

 Skortur á því gengur ekki .

Hér er slóð á einn sem mér líst vel á ennþá.


 
  
  • 1
Flettingar í dag: 188
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 6132
Gestir í gær: 145
Samtals flettingar: 659634
Samtals gestir: 58326
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 13:53:04
clockhere