Færslur: 2017 Maí

15.05.2017 04:52

Morgunvaktin.

 Það er stafalogn og hlýtt.  

Klukkan að verða fjögur. 



Algjör kyrrð í fjárhúsum og fæðingardeild utan kumrið í tveim nýbornum sem eru að kara lömbin sín.
 Önnur á eftir að skila því seinna en gefursér ekki tíma til þess. 

Krafsar , setur sig í stellingar til að leggjast. 

Hættir við. 

  Stússast aðeins meira í því nýfædda. Þegar það er komið á spena  gefst loksins næðisstund.
 Leggst, rembist og  seinni gimbrin rennur átakalítið í heiminn.  

Sólin er í þann mund að láta sjá sig yfir fjöllin í austri og fuglarnir láta í sér heyra úr öllum áttum. 



Tjaldurinn sem er væntanlega að koma sér upp ódýrum verkamannabústað einhversstaðar við afleggjarann er á vappi við snúrustaurana. 



Lambærnar sem fóru út í gær, eða í fyrradag reyndar, eru komnar heim undir hús á næturröltinu. 



Þær  verða svo settar niður fyrir veg í vorhólfið sitt seinnipartinn í dag. 

   Í " Hundahöllinni " steinsofa 3 tíkur og Sweep ræktunarhundur. 

 Tíkurnar hafa fengið alltof langt frí frá tamningunum en nú stendur það til bóta.



 Tvær þeirra ræktunarhæfar og eru ekki á förum héðan í bráð. Þeirri þriðju verður fundið gott framtíðarheimili í sumar ef tekst að vinna hana útúr vandamálunum sem hún hefur hlotið í vöggugjöf. 

  Ætli það sé ekki vegna alls þessa plús allt hitt sem ég hef í kringum mig, sem mér líður svona vel inní mér, með kaffibollann við tölvuna. 

11.05.2017 05:10

Sauðburðurinn.

Nú fer að síga á seinni hluta sauðburðar, um þriðjungur óborinn. Gengið þokkalega. 

   Reyndar mjög vel miðað við síðasta ár sem var dapurt með miklu lambaláti og allskonar. T.d. einungis 5 % gemlinga með lömbum. 
  
Nú er ekki nóg með að allir gemsar sónuðust með lömbum heldur hefur gengið mjög vel með þá .


              Fylgst með seinna lambi koma í heiminn.

  
                    Orðið rúmt um það óborna .



  Þessi á 2 í vændum og uppfyllir þar með ræktunarmarkmið búsins hvað frjósemi varðar. emoticon



  Lilja frá Bassastöðum  sem átti hæst dæmda kollótta hrút í Snæf og Hnapp. í fyrrahaust er hinsvegar að spá í að skila 3 lömbum í ár.



 Skuggadís hennar Kolbrúnar Kötlu lætur ekkert raska ró sinni á hefðbundnum hvíldartíma. Enda innan ræktunarstefnunnar í frjóseminni.


 Það varð alveg gríðarleg breyting þegar þessari sauðburðaraðstöðu var komið upp.  góður dagur í að skella henni upp og nokkrar klst. að taka niður. Vegnar sérlega góðs vetrar var nýtingin á aðstöðunni í hundatamningum vetrarins hinsvegar sáralítil.emoticon 

  Nú er bara beðið eftir að kuldakastið gangi yfir svo  hægt verði að drífa féð út í vorið. 
  Ræktunarmarkmiðið með frjósemina er svo aðeins að klikka því framboðið af einlembum  er ekki í takt við þrílemburnar svona á lokasprettinum.
  • 1
Flettingar í dag: 251
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 6132
Gestir í gær: 145
Samtals flettingar: 659697
Samtals gestir: 58326
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 14:14:19
clockhere