Færslur: 2011 Maí

11.05.2011 03:50

Sauðburðarsaga.

Þó kindin væri komin á tal fór ekki milli mála að fóstrið sem var að koma var löngu dautt og ekki sérlega vel lyktandi.

 Þetta var samt ekki alslæmt því það er orðinn langur listi af lömbum sem koma þarf undir stjúpmæður. Bæði þrílembingar og tvílembingar undan gemlingum, sem keppast um það hver um annan þveran að skila tveim lömbum í heiminn.

 Það var því græjuð stía í hvelli, sóttir tveir tvílembingar undan sitt hvorum gemlingnum og þeir baðaðir vel upp úr legvatnsbollunni.
 Áður en ærin var sett til þeirra var ákveðið að hreinsa úr henni seinna fóstrið sem að öllum líkindum var eftir.
 Hrútlambið sem náðist, var nú ekki sprelllifandi en hjarnaði þó við og þegar húsmóðirin fiskaði út gimbrarlamb til viðbótar í sama ásigkomulagi varð hugarástandið dálítið blendið.




 En gemlingarnir sem endurheimtu lömbin sín öll útbíuð, brugðust glaðir við.




09.05.2011 08:13

Að rækta fjárhunda !!

 Það er ekki einfaldasti hlutur í heimi að rækta Border Collie fjárhunda.

Og betra að hafa dálítið af heppni með ef menn leggja út á þá braut.

Nú er ég að reyna að koma mér upp góðri ræktunartík en það er alltaf jafn spennandi viðfangsefni.


                                    Spes og Blondie frá Dalsmynni.

 Annarri  þessarra systra er ætlað það hlutverk, en þær eru undan Dáð frá Móskógum( innfluttir foreldrar.) og Glókolli frá Dalsmynni.

 Þær eru um  3. mán. og eru alveg sitthvor týpan í uppeldinu. Ef ég ætti að velja á milli þeirra í dag þyrfti ég ekki að hugsa mig lengi um.

 En það eiga fjölmargir eiginleikar eftir að koma í ljós hjá þeim, en um leið og þær eru tilbúnar í kindavinnuna fara hlutirnar að skýrast.


 Hér horfa þær áhugasamar á verðandi viðfangsefni en á bak við þær grillir í hann Tinna sem ég er ákveðinn í að nota í ræktuninni, þrátt fyrir gömul áform um að halda ekki hund með kúlunum í.

 
Blondie er með byggingarlag og sitthvað fleira sterkt  frá móðurinnar en Spes sækir meira í föðurinn.


 Magnað augnaráð.

Já , það er gaman að þessu.

06.05.2011 19:29

Sáning og sauðburður .


 Það tókst að sá byggi  í 8 ha. í gær og valta í dag.

Þá eru eftir um 14 ha. + sem fá að bíða fram yfir helgi því það er ókristilega blautt um enn, þrátt fyrir einmunablíðu þessa dagana.


 Það er svona dót sem virkar, þó það dugi ekki allstaðar í bleytunni.

 Doðrufræið er að lenda í sveitinni annars hefði það líka farið niður í gær.
Nú er þetta allt að verða á seinni skipunum þó það hafi verið verra en dálítið er í að sumir akranna verði vinnsluhæfir.


 Hér er verið að vinna tún sem plægt var í vor og er ágætt yfirferðar. Pöttingerinn sem við sjáum ná er búinn að standa sig alveg rosalega vel, en eftir hann hafa legið á annað hundrað ha. árl
ega og ekki svo mikið sem losnað hnífur.( Sumir notendanna ættu þó ekki að hafa tætarapróf) Hann er orðinn býsna lífsreyndur og hvað lengst var gengið þegar einn setti hann í afleggjarann hjá sér til að komast fyrir holurnar í eitt skipti fyrir öll.


 Sauðburðurinn fer nú að komast á fullt en nú er að skipta úr sæðisám yfir í úrvals heimaræktað.
Hann hefur gengi ágætlega en þó er ljóst að frjósemin verður lægri en verið hefur.
Það á eftir að kryfja það.
Gemlingurinn sem kom með 3 lömb í fyrradag er annar í búskaparsögunni sem leikur það, þó við hefðum nú verið hæstánægð með 1 lamb þar.
Flettingar í dag: 197
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 816
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 418860
Samtals gestir: 38052
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 16:56:02
clockhere