06.05.2011 19:29

Sáning og sauðburður .


 Það tókst að sá byggi  í 8 ha. í gær og valta í dag.

Þá eru eftir um 14 ha. + sem fá að bíða fram yfir helgi því það er ókristilega blautt um enn, þrátt fyrir einmunablíðu þessa dagana.


 Það er svona dót sem virkar, þó það dugi ekki allstaðar í bleytunni.

 Doðrufræið er að lenda í sveitinni annars hefði það líka farið niður í gær.
Nú er þetta allt að verða á seinni skipunum þó það hafi verið verra en dálítið er í að sumir akranna verði vinnsluhæfir.


 Hér er verið að vinna tún sem plægt var í vor og er ágætt yfirferðar. Pöttingerinn sem við sjáum ná er búinn að standa sig alveg rosalega vel, en eftir hann hafa legið á annað hundrað ha. árl
ega og ekki svo mikið sem losnað hnífur.( Sumir notendanna ættu þó ekki að hafa tætarapróf) Hann er orðinn býsna lífsreyndur og hvað lengst var gengið þegar einn setti hann í afleggjarann hjá sér til að komast fyrir holurnar í eitt skipti fyrir öll.


 Sauðburðurinn fer nú að komast á fullt en nú er að skipta úr sæðisám yfir í úrvals heimaræktað.
Hann hefur gengi ágætlega en þó er ljóst að frjósemin verður lægri en verið hefur.
Það á eftir að kryfja það.
Gemlingurinn sem kom með 3 lömb í fyrradag er annar í búskaparsögunni sem leikur það, þó við hefðum nú verið hæstánægð með 1 lamb þar.
Flettingar í dag: 2776
Gestir í dag: 539
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 427841
Samtals gestir: 39453
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 19:14:30
clockhere