09.05.2011 08:13

Að rækta fjárhunda !!

 Það er ekki einfaldasti hlutur í heimi að rækta Border Collie fjárhunda.

Og betra að hafa dálítið af heppni með ef menn leggja út á þá braut.

Nú er ég að reyna að koma mér upp góðri ræktunartík en það er alltaf jafn spennandi viðfangsefni.


                                    Spes og Blondie frá Dalsmynni.

 Annarri  þessarra systra er ætlað það hlutverk, en þær eru undan Dáð frá Móskógum( innfluttir foreldrar.) og Glókolli frá Dalsmynni.

 Þær eru um  3. mán. og eru alveg sitthvor týpan í uppeldinu. Ef ég ætti að velja á milli þeirra í dag þyrfti ég ekki að hugsa mig lengi um.

 En það eiga fjölmargir eiginleikar eftir að koma í ljós hjá þeim, en um leið og þær eru tilbúnar í kindavinnuna fara hlutirnar að skýrast.


 Hér horfa þær áhugasamar á verðandi viðfangsefni en á bak við þær grillir í hann Tinna sem ég er ákveðinn í að nota í ræktuninni, þrátt fyrir gömul áform um að halda ekki hund með kúlunum í.

 
Blondie er með byggingarlag og sitthvað fleira sterkt  frá móðurinnar en Spes sækir meira í föðurinn.


 Magnað augnaráð.

Já , það er gaman að þessu.
Flettingar í dag: 2677
Gestir í dag: 498
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 427742
Samtals gestir: 39412
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 09:55:46
clockhere