11.05.2011 03:50

Sauðburðarsaga.

Þó kindin væri komin á tal fór ekki milli mála að fóstrið sem var að koma var löngu dautt og ekki sérlega vel lyktandi.

 Þetta var samt ekki alslæmt því það er orðinn langur listi af lömbum sem koma þarf undir stjúpmæður. Bæði þrílembingar og tvílembingar undan gemlingum, sem keppast um það hver um annan þveran að skila tveim lömbum í heiminn.

 Það var því græjuð stía í hvelli, sóttir tveir tvílembingar undan sitt hvorum gemlingnum og þeir baðaðir vel upp úr legvatnsbollunni.
 Áður en ærin var sett til þeirra var ákveðið að hreinsa úr henni seinna fóstrið sem að öllum líkindum var eftir.
 Hrútlambið sem náðist, var nú ekki sprelllifandi en hjarnaði þó við og þegar húsmóðirin fiskaði út gimbrarlamb til viðbótar í sama ásigkomulagi varð hugarástandið dálítið blendið.




 En gemlingarnir sem endurheimtu lömbin sín öll útbíuð, brugðust glaðir við.




Flettingar í dag: 2734
Gestir í dag: 520
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 427799
Samtals gestir: 39434
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 15:37:22
clockhere