Færslur: 2009 Mars

18.03.2009 20:49

Svartagullið er " inni " í dag.


   Skíturinn var löngum til vandræða í sveitinni og ég þekki dæmi þess að menn hafi hreinlega hrökklast frá búskap vegna þess að hann óx þeim yfir höfuð.

  Í dag er hann mikils virði og menn eru á tánum að nýta hann sem allra best í áburðargjöfinni.

Þegar Siggi Jarls. var að gera áburðaráætlunina með mér, fullvissaði hann mig um að nú reiknuðu menn með mun betri nýtingu búfjáráburðarins en gert hefði verið til langs tíma, og þegar hann útlistaði fyrir mér að ekki þýddi heldur að bera of mikið á af honum heldur, trúði ég því næstum alveg. Ég tók hinsvegar af skarið þegar mér fannst hann vera orðinn dálítið grófur í niðurskurðinum á innflutta áburðinum og sagðist nú ekki trúa hverju sem er.

  Gærdagurinn fór í að keyra taðið undan fénu og hálminn undan kálfunum.



  Þetta er keyrt í hauga sem eru látnir brjóta sig í ótiltekinn tíma þar til einhver nennir að aka þeim í flög til niðurplægingar. Áður hefðu haugarnir trúlega endað sem hólar í landslaginu, en ef áburðarverðið hrynur ekki á næstu árum verður þetta allt gjörnýtt.
  Vinum mínum á austurbakkanum verður það síðan sérstakt ánægjuefni að leigja mér Samsoninn sinn í dreifinguna. Það toppar ekkert þá græju í taðið og skeljasandinn, enda keypt í réttu dótabúðinni.



 Kvígukálfarnir sem voru allt í einu komnir hálfum m. neðar í stíunni sinni fannst þetta furðulegur dagur.



   Og Snilld og Dáð kíktu rannsakandi inn á rollurnar svona til að vita hvort bóndinn hefði verið að spara hálminn við þær. Nú þegar tíðin batnar verður kannski tekin kennslutörn með .þær, áður en kindurna verða of þungar á sér.


  Nú eru góðviðri á Nesinu og vor í lofti, mettað peningalyktinni sem fylgir svartagullinu.emoticon 


  



17.03.2009 20:11

Hrossaræktin og hann Sindri frá Keldudal.

 Já, þú ert kominn á kaf í hrossaræktina, sagði kunningi minn sem hringdi í mig fyrir nokkru.

Ég játaði því glaðhlakkalega og með nokkurri sjálfsánægju og bætti síðan við að ég ætti meir að segja einn og hálfan stóðhest. Einn á þriðja vetur og hálfan á fjórða.

  Áttu þá hóp af hryssum spurði kunninginn með vantrúarhreim , því hann vissi að ég hafði verið hættur öllu hrossastússi á tímabili.

  Nei sagði ég enn glaðhlakkalegri, ég á nú bara eina hryssu.

Hvað ert þú þá að gera með stóðhesta spurði kunninginn?

Ég svaraði þeirri spurningu nú aldrei.



  Sindri frá Keldudal er á fjórða vetur undan Hágang frá Narfastöðum og Ísold frá Keldudal.



 Móðirin, amman og langamman hafa allar hlotið heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.



  Þegar ég spurði tengdasoninn hvort ætti að fara að panta dýralæknirinn fyrir vorið, glotti hann og sagði.  Þetta er allavega gott sæti.

  Já nú fer að styttast í vorið.

16.03.2009 09:21

Allt í voða!



    Nú sem aldrei fyrr, er brýnt fyrir landnámskúasinna að snúa bökum saman og verjast áhlaupinu.

Norska innrásin          ( Vinstrismella)





Flettingar í dag: 73
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 816
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 418736
Samtals gestir: 38027
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 06:11:05
clockhere