17.03.2009 20:11

Hrossaræktin og hann Sindri frá Keldudal.

 Já, þú ert kominn á kaf í hrossaræktina, sagði kunningi minn sem hringdi í mig fyrir nokkru.

Ég játaði því glaðhlakkalega og með nokkurri sjálfsánægju og bætti síðan við að ég ætti meir að segja einn og hálfan stóðhest. Einn á þriðja vetur og hálfan á fjórða.

  Áttu þá hóp af hryssum spurði kunninginn með vantrúarhreim , því hann vissi að ég hafði verið hættur öllu hrossastússi á tímabili.

  Nei sagði ég enn glaðhlakkalegri, ég á nú bara eina hryssu.

Hvað ert þú þá að gera með stóðhesta spurði kunninginn?

Ég svaraði þeirri spurningu nú aldrei.



  Sindri frá Keldudal er á fjórða vetur undan Hágang frá Narfastöðum og Ísold frá Keldudal.



 Móðirin, amman og langamman hafa allar hlotið heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.



  Þegar ég spurði tengdasoninn hvort ætti að fara að panta dýralæknirinn fyrir vorið, glotti hann og sagði.  Þetta er allavega gott sæti.

  Já nú fer að styttast í vorið.
Flettingar í dag: 1147
Gestir í dag: 388
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 426212
Samtals gestir: 39302
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 05:48:42
clockhere