Blogghistorik: 2017 N/A Blog|Month_1

29.01.2017 20:05

Tamningaaðstaðan ??

  Breytileiki unghunda í upphafi tamningar á sér lítil takmörk. 

Engir tveir eins.

  Spanna bilið frá því að ráðast á hópinn og sprengja allt í loft upp og í að   hringfara kindurnar í góðri vinnufjarlægð og leggjast svo þegar hópurinn er milli þeirra og smalans. 

  Sumir sjá að vísu ekki kindurnar en það er önnur saga. 

  Það þýðingamesta í upphafi finnst mér að hafa í vinnu þjálar / tamdar kindur, tvær til þrjár duga þessvegna fyrstu tímana. 

  Það flýtir alveg ótrúlega fyrir og auðveldar allt.

   Ef nemandinn er kjarkaður og ákveðinn minnkar þörfin fyrir tamdar kindur  en mér finnst samt alltaf gott að sleppa við átök milli hvolps og kinda til að byrja með. 

  No. 2 er síðan gerði eða hólf sem heldur utanum það sem verið er að gera ef eitthvað kemur uppá . 
 Þá er verulegur kostur ef aðstaðan er hringlaga eða hornin tekin af með einhverjum hætti. 
 

   Rúmgott gerði með rúnnuðum hornum nýtist vel fyrstu vikuna .

  Aðstaða í líkingu við þetta er því þýðingameiri sem vandamálin eru fleiri í upphafi. 

   Um leið og komin er festa í tamninguna, unghundurinn  hringfer hópinn og heldur honum að smalanum, finnst mér alltaf best að komast út með framhaldið. 

  Helst þar sem er nóg rými, engar girðingar, skurðir eða hús að trufla vinnuna.  Þar er ágætt að koma upp litlu hólfi sem nýtist þegar tekin er kaffipása eða til að kenna að reka inn í á síðari stigum.


  Fjölnota grindur sem nýtast í allskonar fjárragi, á sauðburði, að koma fé á kerru  o.sv.frv.

  Tamningin snýst um það að kenna hvolpinum að bregðast við skipunum . 
  Í flestum tilvikum þarf svo að kenna honum ýmis  vinnubrögð. 
 Ýmist hvernig hann á að gera hlutina  eða hvað hann á alls ekki að gera.

Því betri sem aðstaðan er verður þetta fljótlegra og auðveldara.

 Þar sem ég er orðinn gamall og enn latari en áður, hef ég reynt að bæta inn í aðstöðuna hjá mér einhverju sem flýtir ferlinu  svo tamningin geti liðið áfram sem fyrirhafnaminnst og hljóðlegast. 
( Leti er stórlega vanmetin til margskonar hagræðingar ) emoticon


  
 Þessi litli hringur var upphaflega til þess að setja kindur inn í og láta hundinn vinna fyrir utan. 
 
Ég setti nú ekki kindur nema einu sinni þarna inn. 

   Hinsvegar nota ég hringinn mikið í einstökum tilvikum. T.d. ef mér gengur illa að fá hvolpinn til að fara framfyrir, af stað hringinn í hliðarskipunum, eða skæruliðaáráttan er í miklum hæðum. 


      Eina skiptið sem kindur voru settar í hringinn.

  Inniaðstaðan er ekki mjög rúmgóð og þar finnst mér skipta verulegu máli að hafa hringinn til að vinna í kringum.


 En þegar stórbokki eins og þessi snilli var taminn, var samt eins gott að hafa hátt til lofts og vítt til veggja.emoticon

  

27.01.2017 22:13

Bonnie.


 Skyldleikaræktun er umdeild í öllum búfjárkynjum en ég er nú frekar frjálslyndur í þeim efnum.


                  Hvað skyldi nú búa í þessum hundshaus ?

Bonnie er ársgömul síðan í maí, skyldleikaræktuð  undan Korku og Dreka frá Húsatóftum. 

Þar var ég að leita eftir vinnuáhuganum, ákveðninni, vinnulaginu og síðast en ekki síst þessu 100 % öryggi í að fara fyrir það fé sem sést , ná því saman og koma því þangað sem það á að fara. 

   Ég hélt eftir 5 hvolpum úr þessu goti og eftir að hafa farið með Bonnie nokkrum sinnum í kindur ákvað ég að henni yrði haldið eftir.  

Því miður varð hún svo útundan vegna annríkis í tamningum. 

  Nú er hinsvegar verið að vinna í henni á fullu enda betra seint en aldrei.
   Bonnie stendur undir væntingum með áhugann , vinnulagið, ákveðnina og mun örugglega  búa yfir eiginleikum foreldranna með öryggið í því að ná kindum saman og halda þeim þegar þar að kemur.

   Þegar ég tala um vinnulag á ég m.a. við að hundurinn vinni af fumlausu yfirveguðu  öryggi . Sé með útgeislun sem hundvanar kindur lesa úr órafjarlægð og hagi sér samkvæmt því.  

  Hún er skemmtileg i umgengni , hæfilega frökk en kannski óþarflega sjálfstæð fyrir einhverja. 
  Sæi hún kindur einhverstaðar í dag myndi hún fara ,smala þeim saman og koma þeim heim. Og ekki skilja neitt eftir. emoticon

 Þegar hún verður búin að læra að fara ekki í kindur nema fá grænt ljós á það, er þetta frábær eiginleiki. 

   Stærsti gallinn við Bonnie er að ræktunin hefur farið yfir strikið með yfirvegunina. Eins og sést vel á meðfylgjandi myndbandi svarar hún skipunum  af óþarflega mikilli yfirvegun og mætti gjarnan vera ágengari en hún er enn. í gamla daga var talað um " of mikið auga "

  Ég hef oft sagt og segi enn að útlitið skipti mig ekki máli á góðum vinnuhund ef hann bara virkar fullkomlega. 

  Hitt er ekkert leyndarmál að stórir sæmilega loðnir hundar eru uppáhald. 


    Korka er nú ekki sú smágerðasta emoticon
 
 Ef tíkurnar eru svo til viðbótar grófar eða kannski rétt að segja myndarlegar í útliti er ég alsæll. 
  Einhverra hluta vegna hafa mínar bestu tíkur í gegnum tíðina verið þannig.



  Þegar maður gengur dálítið langt í skyldleikarækt finnst mér skynsamlegt að taka vinkilbeygju útúr henni með algjörlega óskyldu.
 
 Það er verulegt tilhlökkunarefni í fyllingu tímans  að para saman Bonnie og Sweep, sem er algjör andstæða hennar í rólegheitunum . 
 Spennandi  að sjá hvað kemur út úr því. 

  Nú bý ég hinsvegar við það lúxusvandamál að eiga 2 -3 tíkur sem ég tel góðar til ræktunar, ásamt því að hafa aðgang að áhugaverðum tíkum til pörunar.  

Tíkum sem ég hef kynnst í gegnum tamningarnar. 

  Ég er hinsvegar á þeirri vegferð í ræktuninni að gera þá kröfu að allt sem frá mér fer  verði tamið og notað við sauðfjárvinnu. Annaðhvort frumtamið af mér eða fari til aðila sem kunni með að fara.  

Þ.e.a.s. það sem verður nothæft til þess emoticon

 Setur ágætis  takmörk á framleiðslugleðina .emoticon

 Og þar sem enginn nennir að horfa á löng myndbönd voru þessi skot með Bonnie skorin niður við  trog. 

 Smella hér  til að sjá þau.

16.01.2017 21:26

RÆKTUN ÝMISKONAR.


 Það eru kannski svona 6 ár síðan ég ákvað að hætta hrossaræktun.

  Sex  - sjö ára ferli til að komast að því að uppeldið mitt yrði ekki reiðhestur fyrir mig, var einfaldlega of langur tími.

Alltsvo fyrir menn komna á minn aldur . emoticon  

  Sauðfjárræktin er miklu hraðvirkari .
 
 Þar  er hægt að gjörbreyta  kjöt og ullargæðum á nokkrum árum ef  menn tvíhenda sér í það. 

Ja ,- kannski ekki bæði í einu. emoticon  

  Hundaræktunin tekur  þó öllu fram  þegar menn fara að eldast og vilja sjá hlutina gerast  á skikkanlegum hraða. 

  Hvolpar undan tík sem væri pöruð í dag  yrðu  farnir að sýna hvað í þeim býr eftir svona 8 - 10 mán.

Það hentar mér alveg prýðilega af ástæðum sem ég ræði ekki frekar hér. emoticon 

  Þegar maður er svo kannski með 5 - 7 fjárhunda undir í tamningu, aukast gæðakröfurnar.
  Hver stendur  í því nema hafa eitthvað skemmtilegt undir ?emoticon

 Það sem ég vil sjá í lærlingunum er í stórum dráttum það sama og ég vil sjá í vinnuhundum búsins. 

 Vinnufjarlægð sem er frekar of mikil en of lítil.

 Mér finnst auðveldara að ná hundinum nær í vinnunni en ná honum frá ef hann vinnur þröngt. 
Trúlega ekki allir sammála mér með það . emoticon 
 Ég vil að áhuginn  og ágengnin sé þannig að það þurfi að herða út í bremsurnar,- ekki vera með stöðuga hvatningu á nemandann.

  Óþarfi að lýsa því hvernig kjarkgenum dýrið á að vera búið. 

 Ef ég er svo að temja fyrir mig, verður hausinn á nemandanum að vera í góðu lagi í daglegu umgengninni. 
Já ,- þetta eru ræktunarkröfurnar , en þær nást náttúrulega aldrei. emoticon

 Ræktun fjárhunda  er svo margslungin og auðvelt að lenda í ógöngum eða blindgötum ef einblínt er um of á eitthvað ákveðið.

 Nú hafðist loksins af að flytja inn hund í ræktunina hjá mér á síðasta ári 
Ég er kominn með ákveðna ræktunarlínu sem  er skyldleikaræktuð að hluta og komin að endimörkum með ákveðna hluti .

  Leitaði að hundi með tilliti til þess. Nú er stefnan sú að temja sjálfur allavega tvö got undan honum .
  Þá verð ég kominn með marktækar vísbendingar um það hvort hann virkar í ræktun.


   Þessi sýnishorn verða komin í ræktunarmatið eftir svona 7 mán. plús.emoticon
  Hér eru svo slóðir á Sweep á ýmsum þroskastigum. Efst nokkur skot  við tungumálaæfingar.  Ekki sleppa síðustu 30 sekúndunum þar .emoticon




Antal sidvisningar idag: 3801
Antal unika besökare idag: 197
Antal sidvisningar igår: 668
Antal unika besökare igår: 92
Totalt antal sidvisningar: 651899
Antal unika besökare totalt: 58073
Uppdaterat antal: 21.11.2024 19:52:51
clockhere