HUNDATAMNINGAR. DÁÐ TAMIN.

 

 Ágætu lesendur,

 Því miður tapaðist verulegur hluti af því efni sem var komið inn á þessa síðu og er hún því frekar endaslepp.

 Til stendur að reyna að bæta úr því með viðeigandi kennsluefni þegar tóm gefst til.

                                 Hvolpauppeldið.

   Hvolpurinn yfirgefur móðirin oftast 6 - 10 vikna gamall og nýr stjórnandi tekur við uppeldinu. Þessi tími er honum mjög mikilvægur því þarna kynnist hann aga og hlýðni.

  Það er svo umhugsunarefni hvernig móðirin heldur í raun heraga á hópnum á ákveðnum sviðum,  þannig að það greinist varla.

   Það er síðan ákaflega þýðingarmikið ef tekst að færa hlýðnina og undirgefnina  við móðirina yfir á nýja eiganda og halda henni við í uppeldinu.

 Mörgum okkar hættir við að líta á hvolpinn/hundinn sem  vin og félaga og umgöngumst hann þannig.  Oftar en ekki verður leiðtogahlutverkið  þá dálítið óljóst sem skapar svo ýmis vandræði áður en lýkur.

 Strax er því byrjað á því að venja hvolpinn á að setjast hjá eig. ( ekki flaðra) þegar kallað er í hann, og fá ákveðna stroku  niður bakið og smá hól.
   Öll þekkjum við það, að þegar hundurinn kemur til okkar sveiflar skottinu og biður um kjass, við föllum gjarnan fyrir því og kjössum hann.

   Þegar þetta gerist erum við að láta hann ráða ferðinni og stjórna okkur ( verðlaunum hann fyrir það).  Sterkasti leikurinn er að leiða þetta hjá sér og ussa á hann ef aðgangsharkan er of mikil. Strax og hundurinn er farinn að hugsa um annað eða hefur róast niður, getum við kallað hann til okkar og kjassað hann ef kjassþörfin hjá okkur  er mikil, án þess þó að æsa hann upp..
  Svona smáatriði safnast saman og ef hvert tækifæri er notað til að skerpa á leitogahlutverkinu, án einhverra láta og sviðsetninga, verður lífið auðveldara.
  Hvolpurinn á að setjast og bíða meðan verið er að taka til matinn hans og gefa honum.

Ágætt að tengja komuflautið matargjöf eða einhverju skemmtilegu meðan hvolpurinn er vaninn á að hlýða því alveg skilyrðislaust.
  Hann á að sitja og bíða meðan verið er að opna dyrnar/ búrið/bílinn og fær ekki að fara út fyrr en honum er leyft.
 Þegar áhuginn á kindum vaknar  verður hann mjög ákafur að komast inn í fjárhúsin.
 Hann verður að sætta sig við að vera á eftir leiðtoganum inn í húsin að fénu o.sv. frv.

 Það er farið að teyma hann3 -4 mán. og kenna honum að ganga við hæl.

Honum er kennt að leggjast bæði hjá eiganda og fjarri honum . Ekki koma til eig. og leggjast þar.

 Ágætt að byrja þessa æfingu með hvolpinn í löngu bandi svo hann geti ekki forðað sér.

  Þegar vinnuáhuginn fer að vakna þarf að gæta þess að skemma ekki neitt.  Bannað er að elta bíla, fugla og fénað í stjórnleysi. Ef hann sækir í að glefsa í búpening er best að halda honum frá honum  fram að tamningu, eins ef hann sýnir mikinn æsing eða liggur frosinn og einblínir á skepnurnar.

  Oftast er hvolpurinn tilbúinn að byrja í kindavinnunni  7 - 11 mán  en það er þó misjafnt hvenær rétti áhuginn.


                            

                                 Dáð frá Móskógum er fædd 15. júní 2008.


    Hér á þessari vefsíðu munu væntanlegir tamningaáfangar hjá Dáð verða skrásettir ásamt einhverjum vangaveltum þar að lútandi. Reynt verður að setja upp skýringamyndir með textanum.

  Vakni einhverjar spurningar er netfangið  dalsmynn@ismennt.is gjörið þið svo vel.
                                                    
                                                    Aðferðir.

  Við hundatamningar er hægt að nota margvíslegar aðferðir. Ég skipti þeim gjarnan upp í mjúku aðferðina þegar hundurinn er verðlaunaður t.d. með nammi og eða hrósi, þegar hann gerir hlutina rétt. Hin er leiðréttingaraðferðin þegar hundurinn er leiðréttur með e.h. óþægindum t. d. stoppaður af eða ávíttur með NEI , o,sv frv. við að gera e.h. rangt. Ég blanda þessu saman í mismunandi hlutföllum eftir hvolpinum sem verið er að vinna með.

                                             Tamningin 4. til 8 mán.

 Dáð er um 5 mán í dag ( nóv) og er búin að læra að koma við flaut/kall. Hún er þessa dagana að læra að setjast/leggjast við skipun og teymist með. Samt lítið teymd. Það sem er framundan, er að kenna henni að flugteymast. Ganga á eftir/við hæl.

                                                          DES.

  Dáð er ekki mjög framhleypin,eða aðeins til baka og tamningin er því tekin rólega.
Það leit frekar illa út með teyminguna og hún fór alveeg í baklás. Þrautaráðið var að taka Snilld með, hafa hana á undan og þá kom þetta á augabragði.
 Það er síðan grundvallaratriði að hvolpurinn leggist/ stoppi þar sem hann er,  þegar skipun um það  gefin. Komi ekki til manns og leggist þar.
                                        

                      Skipunin SESTU gefin og-



         Það er brugðist hárrétt við. Vaskur var reyndar löngu sestur því stundum veit hann hvað ég er að hugsa. Ekki þar með sagt að honum þóknist að fara eftir því.


 Í svona stöðu er hún vanin við að liggja kyrr " bíddu"  þó ég gangi frá henni.      
    Svo er komuskipunin gefin og endað á fjörlegu knúsi.

 Ég hef Dáð gjarnan með mér í gegningarnar og reyni  svona í leiðinni að hafa góð uppeldisleg áhrif á hana þegar tækifæri býðst.
   Hún er einstaklega róleg og prúð í umgengni . Reyndar fannst mér nóg um þau áhrif sem Snilld virtist hafa á hana og hvernig Dáð hamaðist stöðugt í henni. Í stað þess að skipta mér af þessum hasar hjá þeim fór ég að skilja Snilld eftir inni. Þetta breytti henni töluvert og fljótlega fór hún að minnka lætin við Snilld og hina hundana og fylgja mér ákveðnar.
  Það er þýðingarmikið að á þessum aldri sé búið að kenna hvolpinum að slaka á.og hlýða.  Ekki hleypa honum út, eða að mat fyrr en hann situr kyrr. Þá segir maður " gerðu svo vel" eða " í lagi"  og losar hann þannig út úr skipuninni. Reglulega á að láta hann ganga á eftir , við " hæl " til að viðhalda aganum. 
    

                                                            
Jan.

   Þar sem lítið er í gangi  hjá okkur Dáð er kannski rétt, að koma hér að ýmsum punktum.

 Hvolpar eru ákaflega misjafnir í fasi og framgöngu og þarf að haga umgengni við þá samkvæmt því. Ég hef löngum tekið það fram við hvolpakaupendur og ráðþyggjendur, að þeir ráði því hvort þeir t.d. leyfi hvolpinum að flaðra eða banni honum það. Í dag ráðlegg ég alfarið að hvolpinum sé alls ekki leyft að flaðra upp um fólk. Það á að venja hann á að koma til manns, setjast og fá sínar strokur í framhaldinu. Við þá sem eru kraftmiklir og örir þarf umgengin að vera á rólegu nótunum .
  Varast að kjassa þá með látum sem æsir þá upp. Ef þeir t.d. taka á móti manni með miklum látum við heimkomu á að róa þá niður og ekki láta vel að þeim fyrr en þeir róast.
   Við viljum hafa hundana rólega í kringum okkur, ekki upptrekkta.

   Hreyfiþörfin er mismikil en þó mikil á þessum uppvaxtarmánuðum. Í stuttu máli er það yfirleitt ávísun á margvísleg vandamál ef þeir geta ekki  losað um hana með eðlilegum hætti..
 Þeir eiga að læra að ákveðin skipun, (t.d. NEI.) segi þeim að nú séu þeir að gera eitthvað sem þeir mega ekki. Ekki að nota hana í óhófi og eins og alltaf eiga þeir að hlýða, hætta því sem þeir mega ekki, við skipunina.

   Ég hef tvisar fengið  hvolpa í tamningu sem segja má að aldrei hafa gengið lausir og voru fullir af vandamálum. Í báðum tilvikum voru þeir lausir í garði eða hólfi með hús öðru megin en grindverk á móti. Báðir fengu útrás fyrir orkuna með því að hlaupa meðfram grindverkinu fram og til baka lungann  úr deginum. Og þeir geltu að öllu sem hreyfðist þarna fyrir utan. Þetta var á tímabili sem ég eyddi tíma í svona dæmi. Ég nenni því ekki lengur. Það er ágætt að hleypa .þeim stund og stund út í svona gerði, ef þeir hinsvegar eru þar mjög lengi fer þeim að leiðast og vandræðin byrja.

  Hvolparnir eru mismiklir orkuboltar. Það er talið að klukkutími + eða -  eitthvað sé hæfileg hreyfing utan gerðis í gönguferð eða einhv. þ.h. Hjá mér gerist þetta bara af sjálfu sér við útistörfin. Ég hef hundana mína síðan mikið lausa að deginum . Til þess að það gangi þarf að kenna þeim að  halda sig innan ákveðins radíuss við bæinn. Það gerir maður eftir að hafa komið þeim í skilning um hvað NEI þýðir. Það er dálítil vinna að vakta þá en þeir læra þetta fljótt.Maður hefur kannski hálftíma aflögu og sleppir hvolpinum út  og fylgist með honum út um gluggana. Fari þeir út fyrir radíusinn  kemur NEI  og svo kallar maður þá inn og
hælir þeim fyrir að koma.
   Þetta er hægt við þær aðstæður sem eru hér. Þar sem þetta gengur ekki verður að binda þá og/eða geyma þá inni í húsi/gerði. En eins og að framan segir að gæta þess vel að þeir fái næga hreyfingu
.
ÞAÐ Á  SAMT ALDREI AÐ SKILJA HUNDA EFTIr LAUSA ÚTI EF FARIÐ ER AÐ HEIMAN.

                               
                                           
Leiðtogahlutverkið.

   Hvolpurinn yfirgefur móðirin oftast 6 - 10 vikna gamall og nýr stjórnandi tekur við uppeldinu.  Mörgum okkar hættir við að líta á hvolpinn/hundinn sem  vin og félaga og umgöngumst hann þannig.  Oftar en ekki verður leiðtogahlutverkið  þá dálítið óljóst sem skapar svo ýmis vandræði áður en lýkur.
   Öll þekkjum við það, að þegar hundurinn kemur til okkar sveiflar skottinu og biður um kjass, við föllum gjarnan fyrir því og kjössum við hann. Þegar þetta gerist erum við að láta hann ráða ferðinni og stjórna okkur ( verðlaunum hann fyrir það).  Sterkasti leikurinn er að leiða þetta hjá sér og ussa á hann ef aðgangsharkan er of mikil. Strax og hundurinn er farinn að hugsa um annað eða hefur róast niður, getum við kallað hann til okkar og kjassað hann ef kjassþörfin hjá okkur  er mikil.
  Svona smáatriði safnast saman og ef hvert tækifæri er notað til að skerpa á leitogahlutverkinu, án einhverra láta og sviðsetninga, verður lífið auðveldara.

  Hvolpurinn á að setjast og bíða meðan verið er að taka til matinn hans og gefa honum.
  Hann á að sitja og bíða meðan verið er að opna dyrnar/ búrið/bílinn og fær ekki að fara út fyrr en honum er leyft.
 Þegar áhuginn á kindum vaknar  verður hann mjög ákafur að komast inn í fjárhúsin.
 Hann verður að sætta sig við að vera á eftir leiðtoganum inn í húsin að fénu o.sv. frv.

Sjá myndir HÉR  og  HÉR  og  HÉR



 

 

  Leiðbeiningar við frumtamningu fjárhunda.

 

         Í tamningunni hafa menn fyrst og fremst röddina og látbragðið til að koma unghundinum (sem í flestum tilvikum er fullur áhuga á því að vinna fyrir eigandann) í skilning  um hvað á að gera og hvernig á að vinna verkið.Röddin á að hljóma hvetjandi eða letjandi,  því talsvert er í að beinar skipanir skiljist.

 

Áður en byrjað er að vinna með hvolpinn í fé, þarf þrennt að vera í lagi.

 

1.    Hvolpurinn þekki vel nafnið sitt og flaut. Komi hratt um leið og kallað er í hann. 

2.    Hann  á að setjast (stoppa/leggjast) umsvifalaust við skipun og bíða sé honum sagt   það.

3.     Kindurnar þurfa að vera þjálar og fara greiðlega undan hvolpinum án átaka.

 

    Séu þessir hlutir í lagi og hvolpurinn að öðru leyti tilbúinn, á tamningin að ganga tiltölulega greitt, þannig að oftast sést einhver árangur eftir hverja kennslustund.

Það er grundvallaratriði að kindurnar séu aðgengilegar til þjálfunar.

 

  Tilbúnar í stíu að vetri eða vera með hóp úti í rúllu.(Kemur mjög vel út.). Hafa hólf nálægt bæ að sumri, þannig að hægt sé fyrirhafnarlaust að taka tíma með hvolpinn. Best að nota gemlinga (4-8+) við þjálfunina, (stærri hópa öðru hvoru).

 

Í byrjun tamningar er hvolpurinn látinn stoppa hópinn af, halda honum saman og að smalanum. Við tamninguna skal tala stöðugt. Í hvetjandi tón ef vel er gert en aðfinnslutón við mistök hundsins. Tala sem lægst svo hvolpurinn læri að hlusta eftir skipunum. (Yfirleitt hækkar röddin samt verulega).

Border Collie hundar eru mjög misjafnir í tamningu. Allt frá því að  þurfa stöðuga hvatningu og þola ekki harðar leiðréttingar upp í  að þurfa  heraga  (dugar ekki til). 

  

Tamningarferlið og skipanirnar.

 

Ef stefnt er að því, að láta hundinn hlýða flautuskipunum eru þær notaðar samhliða töluðum skipunum, um leið og hundurinn

fer að skilja þær og hlýða þeim vel.

 

Farið að vinna í kindum.

Hér er miðað við að byrjað sé með  hvolp sem er tilbúinn í tamningu. (Nægur áhugi og þroski.) Ef hvolpurinn er með skottið upp í loft meðan hann vinnur að kindunum er trúlega of fljótt að byrja með hann. (Er að leika sér.) Eftirfarandi ferli gæti lokið á 8 til 12 mánuðum og þú ert komin/nn með öflugan fjárhund!!

 

 

 

 

 

                                Skipanirnar.

1. Skipunin SÆKJA. (Hvolpurinn sendur út á hægri eða vinstri hönd)Fara fyrir hóp og stoppa hann af (Hvolpinn á skilyrðislaust að stoppa þegar hann er kominn fyrir.) Til að byrja með er hvolpurinn samt látinn hringfara hópinn og halda honum að smalanum.

2. Skipunin NÆR/KOMDU.(Ganga beint að hópnum).

Látinn koma með hópinn beint til  smalans. Leiðréttur(stoppaður) ef hann sikksakkar eða ætlar fram með hópnum. Á endanum á hann að koma rólega og halda sig vel frá hópnum.

 

3.Byrja á hægri/vinstri skipunum með hinu.

 

4. Skipunin NÆR er notuð til að láta hundinn reka hópinn eitthvað. (Hundurinn á að ganga beint að hópnum þaðan sem hann er og reka hann beint áfram til smalans eða frá honum).

Á þessu stigi á hundurinn að stoppa skilyrðislaust við skipun, ( leggjast/standandi) .

Í framhaldinu er ágætt að hægja á honum við skipun( rólega) Og hann á að kunna að bíða. ( Bíddu)

6.  Komdu(gegn) og aftur.(Síðari stig tamningar)

Hundinum kennt að skipta hóp og yfirgefa kindur sem hann er að vinna við og leita að kindum fyrir aftan sig.Honum er kennt að ná kindum frá húsvegg/girðingu .(hægri/vinstri skip.

 

7. Aðrar skipanir. Farðu, (farðu út,farðu heim,í sama tón og komdu!) Hopp (uppí bíl) Togaðu/taktu í (tekur í kind sem stendur framaní) 

                                       

Ræktunin.

 

Það eru margir erfðaþættir sem við leitum eftir í vel ræktuðum border collie hundi. Hjarðhvötin er grunnurinn sem ræktunin byggir á.

1. Vinnuáhugi (Hjarðhvöt).

2.   Hlýðnihvötin (Undigefni).

3.  Kjarkurinn. (Harður eða linur).

4. Augað (næmi)! Hvernig hann ber sig að við vinnu.

5.  Bygging og útlit.

6.   Almennt viðmót. (Við gesti og heimamenn.)

 

Þessir erfðaþættir tengjast ekkert hvor öðrum í raun. T.d. eru kjarkur og grimmd tveir óskyldir eiginleikar. Grimmur hundur getur verið ragur við að ganga framan að kind en annars sauðmeinlaus hundur gæti verið mjög ákveðinn við kind sem stendur framan í honum eða ræðst á hann.

Draumahundurinn er áhugasamur, hlýðinn, kjarkmikill, með hæfilegt auga.

Hann á að vinna vel að kindum og vera laus við umgengnisvandamál (rólegur)  gagnvart gestum og heimamönnum. Um útlit og byggingu geta menn svo haft skiptar
skoðanir.


                           Skipunin NÆR gefin.    Á að ganga hiklaust beint að hópnum.



 Kennt að reka. Gengið samhliða og skipunin NÆR gefin.

 


                                                 Annað

                                             Ýmsar greinar.
                 
           smella hér.   http://smalahundur.123.is/page/25790/

             

 

 



Antal sidvisningar idag: 3402
Antal unika besökare idag: 145
Antal sidvisningar igår: 668
Antal unika besökare igår: 92
Totalt antal sidvisningar: 651500
Antal unika besökare totalt: 58021
Uppdaterat antal: 21.11.2024 15:01:12
clockhere