Blogghistorik: 2019 Länk

14.05.2019 04:52

Sauðburður 2019


Það er stafalogn. 8 gr. hiti .Skýjað og rennblautt á eftir rigningu gærdagsins.



 Klukkan er 3.15  þegar ég geng að fjárhúsunum við háværan nætursöng fuglaflórunnar.  
  Eina hljóðið sem berst á móti mér þegar inn er komið er kumrið í nýbornum mæðgum sem eru að leggja lokatungu á.að þrífa lömbin sín.


 Farið að síga á seinni hluta sauðburðar sem hefur gengið mjög vel.
Tíðarfarið er svo alveg frábært . Munur eða martröðin fyrir ári.emoticon

Kominn gróður og ekki seinna vænna að fara að drífa féð út.


                   Þessar fara út í dag. 

  Það er klaufsnyrtingin ásamt smákulda eða svona kælingarkasti sem hefur hægt á okkur við það. 
  

  
  Ekki seinna vænna því nú er húsrýmið fullnýtt þetta árið.emoticon

Nú liggur fyrir að gefa lambfénu miðnæturgjöfina, hálma og fara yfir brynninguna. Síðan er notaleg kaffipása ef þær óbornu leyfa það.



  Já , þetta er svona morgun sem 20 mín. kríunni er  sleppt.emoticon



  Tamningahópurinn hefur verið í þriggja vikna fríi. Nú fer því að ljúka því taka þarf smátörn í heimahundum. Nokkur sem verið er að leggja lokahönd á, áður en þau hverfa á vit nýrra ævintýra.emoticon  
 
  • 1
Antal sidvisningar idag: 1598
Antal unika besökare idag: 77
Antal sidvisningar igår: 1110
Antal unika besökare igår: 80
Totalt antal sidvisningar: 446413
Antal unika besökare totalt: 41352
Uppdaterat antal: 18.5.2024 20:52:03
clockhere