Blogghistorik: 2014 Denna post är låst. Klicka för att öppna.
28.08.2014 20:49
Hestaferð, draumur og veruleiki.
Ég sagði auðvitað já, þegar ég var beðinn að setja upp 3. - 4. daga hestaferð.
Spurði bara, fjörur eða fjöll ?
Fjöll, var svarið .
Ferðaklárarnir mínir. Stígandi frá S. Skörðugili. Dökkvi frá Dalsmynni. Stígur frá Íbishól og Þrymur frá Dalsmynni. Þessir blesóttu gera kröfu um að vera framarlega í svona ferðum. Dökkvi sem er 5 v. fékk svo bara að hlaupa.
Ég er forn í háttum með hestaferðir. Reyni að forðast þjóðvegakerfið og ekki að sjá trússbíl fyrr en að kvöldi. En það á nú trúlega við um alla sem leggjast í hestaferðir.
Síðast þegar ég fór með tamningarfólkinu í Söðulsholti komst ég að því, að við værum óþægilega fá, að vera 4 með yfir 40 hross. Það var því boðið með aukaliði og nú vorum við 6 -7 eftir dögum.
Fyrsta dagleiðin var stutt Söðulsholt - Hallkelsstaðarhlíð.
Fyrsta áningin að Höfða . Syðri Rauðamelskúla og Kolbeinstaðarfjall í baksýn.
Þó aðalbændurnir væru ekki heima í Hlíð var veisluhöldunum ekki sleppt hjá Lóu og Svenna.
Dagur tvö var um Fossaleiðina að Dunk og síðan upp með Skraumu yfir Hólsskarð, að Seljalandi í Hörðudal.
Hann hófst að sjálfsögðu með veislu hjá Sigrúnu áður en lagt var á .
Ekkert okkar þekkti þessa leið almennilega en greinargóðar lýsingar Sigrúnar reyndust okkur gott veganesti og þó gatan týndist spotta og spotta kom það ekki að sök.
Komið uppúr Selbrekkunni á leið upp Fossana. Höggið í baksýn. Það var ákveðinn léttir að komast upp í norðangoluna eftir lognið frá Hlíð.
Þessa tvo daga var farið heim að kvöldi en þriðju nóttina átti að gista í leitarskálanum við Lambafell.
Þriðji dagurinn var eins og hinir fyrri, glaðasól og hægviðri .
Stígandi tilbúinn í legginn að Dunk. Staðalbúnaður í svona ferð er bursti við hnakkinn og skeifur neðan á ístöðunum.
Nú var farið inn Laugardalinn, Sópandaskarð yfir í Langavatnsdalinn og síðan yfir Langavatnsmúlann að Lambafelli.
Séð út Laugardalinn. Stóðið varð eftir í þetta sinn en það er alltaf smá kikk í því að hitta á stóð uppi á fjöllum með hrossarekstur.
Hér erum við komin niður Sópandaskarðið og áum í mynni Mjóadals. Eftir honum er reiðleið yfir í Hítardal. Óljós að vísu.
Þarna vorum við á ruddum slóða alla leiðina eftir að lagt var á Sópandaskarðið og niður af múlanum misgrýttum. Minntu mig á línuvegaævintýri sumarsins.
Lagt upp Langavatnsmúlann. Okkur líkaði það ekki illa þegar hann var að baki.
Veðrið versnaði um nóttina og okkur leist ekki á um morguninn , úrhelli og strekkingsvindur.
Brottförinni var þó ekki frestað langt frá ætluðum tíma, enda lengsta dagleiðin eftir, yfir 40 km að Söðulsholti. Það rættist þó fljótt úr veðrinu eftir að komið var af stað og reyndist þetta verða afbragðsgóður dagur.
Þar sem var háflóð, var Haffjarðaráin farin á Hábrekknavaðinu sem var " opið " vegna þess að verið er að endurnýja skógræktargirðingu sem hefur lokað leiðinni í áratugi. Nú verður sett hlið á götuna.
Hér lesta hrossin sig einstigið milli Tálma og Hítarár . Grettisbælið ofar skýjum framundan. Í sumar var hreinsað grjót úr einstiginu milli Svarfhóls og Hítarár. Þarna var vel að verki staðið af félögum í Birni Hítdælakappai. en reiðveganefnd Faxa útvegaði pening í framkvæmdina.
Það fór vel um okkur í skálanum við Lambafell. Grillað þrátt fyrir rigninguna og slegið á létta strengi fram eftir kvöldi.
Þegar ég var ungur,( mjög ungur) taldi ég (eða einhver) mér trú um að dreymdi mig góða drauma sem ég vildi að rættust, mætti ég ekki segja þá nokkrum manni.
Þá færi allt í klessu.
Drauminn sem mig dreymdi í skálanum segi ég því ekki nokkrum manni.
Og þó ég viti að hann rætist aldrei , - þá á ég hann samt.
Fleiri myndir með skýringum HÉR .
18.08.2014 08:06
Að fá 12 af 10 mögulegum .
07.08.2014 21:21
Já,já. Nú er það hundablogg.
- 1