Blogghistorik: 2012 N/A Blog|Month_3
20.03.2012 23:43
In memorium. Vaskur frá Dalsmynni.
Vaskur var fæddur í maí árið 2000.
Ég hafði ákveðið að koma mér upp tík undan Skessu og eftir nokkrar vangaveltur valið innfluttan hund Garry í Flekkudal í föðurhlutverkið.
Garry og Skessa voru dálítið svona sitt hvor týpan og í bjartsýni minni vonaðist ég til að meðaltalið hjá þeim yrði alveg snilldar blanda.
Garry kom hinsvegar mjög sterkur útúr þessu goti og þó að hann ætti til kosti sem ég mat mikils var hann ekki gallalaus og hans stærstu ókostir skiluðu sér býsna vel í mestallan hópinn, en sem betur fer kostirnir líka.
Ætlunin hafði verið að halda eftir einni tík úr gotinu, en þegar hvolparnir fóru að stálpast fór ekki á milli mála að þar myndu sumir verða nokkuð miklir fyrir sér og svo fór að lokum að mér leist ekki á að láta einn hundinn fara ótaminn.
Það gekk eftir að Vaskur var ekki mjög auðveldur þegar kom að tamningunni. Hann kom fljótt með gríðarlegan áhuga, var ýkt útgáfa af ofvirkum BC, grimmur og harðskeyttur.
Og reynslan og þekkingin hjá eigandanum afar takmörkuð til að glíma við ribbaldann.
Ég byrjaði snemma með hann í kindavinnunni og hann var orðinn býsna mikið taminn ársgamall.
Vaskur varð strax sjálfstæður , sá litla ástæðu til að hlusta á eigandann og þegar adrenalínið flæddi sem örast hjá honum var hann í allt öðrum heimi en smalinn .
Það duldist samt ekki að þarna var efni í óhemju öflugan smalahund . Öryggið í að fara fyrir og halda utanum hópinn var algjört og eftir að skæruliðaárásum lauk hélt hann sig í góðri vinnufjarlægð. Honum hætti þó til að frjósa og þegar það kom á daginn að honum var illa treystandi gagnvart fólki var öllum söluhugleiðingum hætt og í fyllingu tímans gerðar ráðstafanir til þess að útiloka kappann frá allri framræktun.
Þó að gengi á ýmsu hjá okkur félögunum kom fljótt að því að við máttum varla hvor af öðrum sjá og þar sem Skessa nýttist hverjum sem var afar vel í leitum og vinnu varð Vaskur fljótlega aðalhundurinn minn enda bara eins manns hundur framan af æfinni.
Fljótlega kom að því að ég fór að senda hann langt frá mér og ef hann sá hópinn var 100 % öryggi fyrir því að allt næðist svo fremi sem ekki var gil eða klettar til að rústa góðum áætlunum.
Seinna þegar kominn var fullur skilningur á milli okkar, gat ég sent hann hvert sem var án þess að hann sæi til kinda . Hann litaðist bara um á úthlaupinu og rétti sig síðan af þegar sást til kinda.
Ég var ekki farinn að nota flautuskipanir á þessum árum og það reyndi óneitanlega töluvert á raddböndin þegar vegalengdin var orðin mikil og hundurinn ekki orðinn slípaður í vinnu og þurfti því oft nokkra tilsögn.
Ég ákvað því eftir mikil heilabrot að prófa að festa talstöð í hálsbandið hjá honum og er skemmst frá því að segja að þetta svínvirkaði oftast nær ef ekki komu upp tæknileg vandamál.
Stundum þraut orkuna eða stillingar breyttust og ein hliðaráhrifin voru að stundum höfðu aðrir leitarmenn meiri áhuga á því að fylgjast með rásinni okkar Vasks en alvarlegri hlutum enda oft skemmtilegt að lýsa samskiptum okkar félagann eftir leit, sérstaklega ef illa gekk og notað var kjarnyrt smalamál á hundarásinni.
Vaskur var að því er ég kemst næst, fyrsti hundurinn í heimi til að vinna eftir skipunum í talstöð.
Það er mér alltaf minnistætt hvað lifnaði yfir Vask þegar ég seildist eftir talstöðvarólinni upp á vegg.
Hann kom óðara til mín brosandi út að eyrum af tilhlökkun og sat síðan grafkyrr fyrir framan mig meðan græjunni var komið fyrir.
Það kom að því þegar Vaskur fór að slípast í vinnunni og læra á leitarsvæðin að talstöðin varð óþörf eftir að hafa virkað vel í um tvö haust.
Assa og Vaskur halda lömbum að rekstarganginum
Þegar Vaskur var orðinn fulltaminn útvíkkaði hann verulega notagildi fjárhundsins hér, í allri heimavinnu . Hann varð yfirvegaður og rólegur í nærvinnunni og eina hættan var sú ef til átaka kom að þá sást honum ekki fyrir, enda stutt í grimmdina. Hann er eini hundurinn sem ég hef þurft að láta sauma saman sár eftir og það oftar en einu sinni.
Vinnuáhuginn hélst alveg til enda og fór illa með hann að því leytinu að hann yfirkeyrði sig oft algjörlega enda keyrt á fullu í úthlaupum þó um langar vegalengdir væri að ræða.
Þegar fór að halla undan fæti hjá honum, átti hann oft erfiða daga að loknum leitum og það var okkur félögunum mikill léttir þegar ég uppgötvaði að hægt væri að fá bólgueyðandi verkjalyf þar sem ein tafla að kvöldi leitardags gerði kraftaverk í að bæta heilsufarið daginn eftir.
Það er margt sem ég næ aldrei uppí þegar kemur að samskiptunum við hundana og Vaskur var gæddur þeirri sérgáfu að hann fann á sér í langri fjarlægð ef erfiðar kindur voru í sigtinu.
Eftirlegukindum stýrt niður úr Hafursfellinu á góðum degi.
Í eftirleitum og upphreinsunum vorum við oft komnir í færi við kind eða kindur án þess þær yrðu okkar varar og það klikkaði aldrei að ef Vaskur varð æstur og stressaður áður en ég sendi hann út þá voru verulegir erfiðleikar framundan. Oftast kindur sem voru vanar ónýtum hundum og réðust umsvifalaust til atlögu við þetta hundkvikindi sem var að ónáða þær í frjálsræðinu.
Mæðginin Vaskur og Skessa, fyrrverandi íslandsmeistarar í fjárhundakeppnum.
Ég var bæði með hann í keppnum og sýningum þó að hann væri alls ekki týpan í það. Of óþjáll í fínvinnunni og skilyrðislaus hlýðni var svo aldrei hans sterka hlið.
Eftir sýningar var ég oft með lífið í lúkunum þegar dönsku konurnar ætluðu að umvefja hann í vinahótum og reyndi yfirleitt að forða honum áður en hann fór að sýna tennurnar.
Kaldlyndið hjá honum kom vel fram þegar hvolpar ætluðu sér að bekkjast eitthvað við hann. Þá var bitið snöggt og illa án nokkurra aðvarana eða hótana.
Síðasta haustið var ég farinn að skilja hann eftir heima í erfiðari leitunum. Það þótti okkur báðum erfitt hlutskipti þó hann bæri sig mun verr yfir því.
Já , það er trúlega ekki tímabært að setja aðalsögurnar af honum á prent strax.
Ég hafði ákveðið að koma mér upp tík undan Skessu og eftir nokkrar vangaveltur valið innfluttan hund Garry í Flekkudal í föðurhlutverkið.
Garry og Skessa voru dálítið svona sitt hvor týpan og í bjartsýni minni vonaðist ég til að meðaltalið hjá þeim yrði alveg snilldar blanda.
Garry kom hinsvegar mjög sterkur útúr þessu goti og þó að hann ætti til kosti sem ég mat mikils var hann ekki gallalaus og hans stærstu ókostir skiluðu sér býsna vel í mestallan hópinn, en sem betur fer kostirnir líka.
Ætlunin hafði verið að halda eftir einni tík úr gotinu, en þegar hvolparnir fóru að stálpast fór ekki á milli mála að þar myndu sumir verða nokkuð miklir fyrir sér og svo fór að lokum að mér leist ekki á að láta einn hundinn fara ótaminn.
Það gekk eftir að Vaskur var ekki mjög auðveldur þegar kom að tamningunni. Hann kom fljótt með gríðarlegan áhuga, var ýkt útgáfa af ofvirkum BC, grimmur og harðskeyttur.
Og reynslan og þekkingin hjá eigandanum afar takmörkuð til að glíma við ribbaldann.
Ég byrjaði snemma með hann í kindavinnunni og hann var orðinn býsna mikið taminn ársgamall.
Vaskur varð strax sjálfstæður , sá litla ástæðu til að hlusta á eigandann og þegar adrenalínið flæddi sem örast hjá honum var hann í allt öðrum heimi en smalinn .
Það duldist samt ekki að þarna var efni í óhemju öflugan smalahund . Öryggið í að fara fyrir og halda utanum hópinn var algjört og eftir að skæruliðaárásum lauk hélt hann sig í góðri vinnufjarlægð. Honum hætti þó til að frjósa og þegar það kom á daginn að honum var illa treystandi gagnvart fólki var öllum söluhugleiðingum hætt og í fyllingu tímans gerðar ráðstafanir til þess að útiloka kappann frá allri framræktun.
Þó að gengi á ýmsu hjá okkur félögunum kom fljótt að því að við máttum varla hvor af öðrum sjá og þar sem Skessa nýttist hverjum sem var afar vel í leitum og vinnu varð Vaskur fljótlega aðalhundurinn minn enda bara eins manns hundur framan af æfinni.
Fljótlega kom að því að ég fór að senda hann langt frá mér og ef hann sá hópinn var 100 % öryggi fyrir því að allt næðist svo fremi sem ekki var gil eða klettar til að rústa góðum áætlunum.
Seinna þegar kominn var fullur skilningur á milli okkar, gat ég sent hann hvert sem var án þess að hann sæi til kinda . Hann litaðist bara um á úthlaupinu og rétti sig síðan af þegar sást til kinda.
Ég var ekki farinn að nota flautuskipanir á þessum árum og það reyndi óneitanlega töluvert á raddböndin þegar vegalengdin var orðin mikil og hundurinn ekki orðinn slípaður í vinnu og þurfti því oft nokkra tilsögn.
Ég ákvað því eftir mikil heilabrot að prófa að festa talstöð í hálsbandið hjá honum og er skemmst frá því að segja að þetta svínvirkaði oftast nær ef ekki komu upp tæknileg vandamál.
Stundum þraut orkuna eða stillingar breyttust og ein hliðaráhrifin voru að stundum höfðu aðrir leitarmenn meiri áhuga á því að fylgjast með rásinni okkar Vasks en alvarlegri hlutum enda oft skemmtilegt að lýsa samskiptum okkar félagann eftir leit, sérstaklega ef illa gekk og notað var kjarnyrt smalamál á hundarásinni.
Vaskur var að því er ég kemst næst, fyrsti hundurinn í heimi til að vinna eftir skipunum í talstöð.
Það er mér alltaf minnistætt hvað lifnaði yfir Vask þegar ég seildist eftir talstöðvarólinni upp á vegg.
Hann kom óðara til mín brosandi út að eyrum af tilhlökkun og sat síðan grafkyrr fyrir framan mig meðan græjunni var komið fyrir.
Það kom að því þegar Vaskur fór að slípast í vinnunni og læra á leitarsvæðin að talstöðin varð óþörf eftir að hafa virkað vel í um tvö haust.
Assa og Vaskur halda lömbum að rekstarganginum
Þegar Vaskur var orðinn fulltaminn útvíkkaði hann verulega notagildi fjárhundsins hér, í allri heimavinnu . Hann varð yfirvegaður og rólegur í nærvinnunni og eina hættan var sú ef til átaka kom að þá sást honum ekki fyrir, enda stutt í grimmdina. Hann er eini hundurinn sem ég hef þurft að láta sauma saman sár eftir og það oftar en einu sinni.
Vinnuáhuginn hélst alveg til enda og fór illa með hann að því leytinu að hann yfirkeyrði sig oft algjörlega enda keyrt á fullu í úthlaupum þó um langar vegalengdir væri að ræða.
Þegar fór að halla undan fæti hjá honum, átti hann oft erfiða daga að loknum leitum og það var okkur félögunum mikill léttir þegar ég uppgötvaði að hægt væri að fá bólgueyðandi verkjalyf þar sem ein tafla að kvöldi leitardags gerði kraftaverk í að bæta heilsufarið daginn eftir.
Það er margt sem ég næ aldrei uppí þegar kemur að samskiptunum við hundana og Vaskur var gæddur þeirri sérgáfu að hann fann á sér í langri fjarlægð ef erfiðar kindur voru í sigtinu.
Eftirlegukindum stýrt niður úr Hafursfellinu á góðum degi.
Í eftirleitum og upphreinsunum vorum við oft komnir í færi við kind eða kindur án þess þær yrðu okkar varar og það klikkaði aldrei að ef Vaskur varð æstur og stressaður áður en ég sendi hann út þá voru verulegir erfiðleikar framundan. Oftast kindur sem voru vanar ónýtum hundum og réðust umsvifalaust til atlögu við þetta hundkvikindi sem var að ónáða þær í frjálsræðinu.
Mæðginin Vaskur og Skessa, fyrrverandi íslandsmeistarar í fjárhundakeppnum.
Ég var bæði með hann í keppnum og sýningum þó að hann væri alls ekki týpan í það. Of óþjáll í fínvinnunni og skilyrðislaus hlýðni var svo aldrei hans sterka hlið.
Eftir sýningar var ég oft með lífið í lúkunum þegar dönsku konurnar ætluðu að umvefja hann í vinahótum og reyndi yfirleitt að forða honum áður en hann fór að sýna tennurnar.
Kaldlyndið hjá honum kom vel fram þegar hvolpar ætluðu sér að bekkjast eitthvað við hann. Þá var bitið snöggt og illa án nokkurra aðvarana eða hótana.
Síðasta haustið var ég farinn að skilja hann eftir heima í erfiðari leitunum. Það þótti okkur báðum erfitt hlutskipti þó hann bæri sig mun verr yfir því.
Já , það er trúlega ekki tímabært að setja aðalsögurnar af honum á prent strax.
N/A Blog|WrittenBy svanur
16.03.2012 12:26
Dýravernd og skepnuskapur.
Ég tautaði nokkur óprenthæf orð , stoppaði skítmokstursvélina og gróf hringjandi símann upp úr vasanum.
Kynnti mig og beið eftir að hringjandinn segði eitthvað. Það varð nokkur þögn eins og oft þegar hringt er í mig af einhverjum í fyrsta sinn, því hringitónninn hjá mér er algjörlega sérstakur.
Þetta var ung kona sem kynnti sig og sagðist vinna á Rás tvö. Hún var ekkert að eyða tímanum í að spyrja hvort hún væri að trufla mig, þrátt fyrir vélahljóðið og að kl.var 1/2 11 á mánudagsmorgni.
Sagðist hafa verið með nýkjörinn formann Dýraverndarfélags Íslands í morgunspjalli og hún hefði m.a. sagt að á landinu væri rekið a.m.k. eitt "verksmiðjubú"í hundaframleiðslu.
Formaðurinn hefði nú ekki sagt hvað bú þetta væri en hefði örugglega átt við hundaræktina hjá mér.
Ég hafði nú reyndar heyrt þetta morgunspjall og hefði alveg getað rætt ýmislegt sem þar kom fram en það var greinilega ekki í boði.
Það sem ég velti fyrir mér var, hvort ég ætti að leiðrétta þennan misskilning sem þarna var á ferðinni eða skemmta mér aðeins við að ræða "hundabúið " hjá mér. Ég myndi geta gert lítið úr umsvifunum, fáar tíkur í ræktun og erfitt að halda því fram að þetta væri nú verksmiðjurekstur. Það mætti gera lítið úr eftirlitsþörfinni hjá mér og mikið úr ruglinu í þessu"gæludýraliði".
Hún ætti að kynna sér spjallþráðinn á gæludýravefnum og velta fyrir sér í hvað heimi notendur hans lifðu o.sv. frv.
Þó ég sé enn að velta því fyrir mér hvernig þetta viðtal hefði getað þróast er ég samt feginn að skítmoksturinn var tekinn framyfir frægðina, enda alvörumál á ferðinni. Ég benti því viðmælandanum á með nokkrum semingi að hún væri að tala við vitlausan mann í vitlausu Dalsmynni.
Síðan hefur eitt og annað skotist fram í harða diskinum hjá mér um dýraverndarmál í gegnum tíðina.
Ég minntist þess að mörg snerran var tekin við þáverandi formann dýraverndar í upphafi fjárhundakeppna en þó fyrst og fremst vegna sýninga á fjárhundum, smala nokkrum kindum á landbúnaðarsýningum og þ.h.
Fjárhundasýning á landbúnaðarsýningu. Til að sýna hversu fyrirhafnarlaust þetta er, var undirritaður með kaffikrús í hendi.
Það átti að vera vond meðferð á kindum og við rollufólkið hugsuðum til fjárleita og almenns fjárrags (því erfitt er að eiga nokkuð við blessaða sauðkindina þannig að henni líki það vel ) þegar " Dýraverndarfélag Íslands " eða reyndar þáverandi formaður þess beitti sér af miklu harðfylgi til að stoppa þessa ósvinnu af.
Ég velti fyrir mér hversu andstætt það er dýravernd, að við sem stöndum í dýrahaldinu í þessu strjálbýla landi, megum ekki lengur hafa nauðsynlegustu lyf undir höndum til að bregðast við júgurbólgu og öðrum meinum sem hrjá bústofninn án þess að gera boð á undan sér. Að þurfa að ræsa út dýralækni í kannski 50 - 100 + km. fjarlægð til að staðfesta það að greining bóndans sé hárrétt, til að fá hjá honum sýklalyf í meðhöndlunina var stórt spor afturábak með líðan dýranna í huga. Hvað ætli það sé algengt að skepna með ígerð í fæti ( eða e.h. enn verra) fái að haltra um þar til dýralæknirinn " er á ferðinni"? Til að kóróna meðferð á búpeningi var dýralæknakerfinu kollvarpað, þannig að nú eru til héruð sem varla eða ekki er hægt að tala um dýralæknaþjónustu.
Dýraverndarumræðan er þörf og reyndar bráðnauðsynleg en þar eins og allstaðar annarstaðar eru öfgarnar málstaðnum aldrei til framdráttar.
Það rifjuðust m.a. upp fyrir mér tvær sögur sem eru dagsannar og ekki mjög gamlar.
Í báðum tilvikum var um að ræða háaldraða ketti, læður.
Önnur þeirra var farin að fóðrast illa og ekki nóg með það heldur var hún tekin upp á því að steinhætta að nota sandkassann sinn, þannig skildi hún þvag og skít eftir víðsvegar um íbúðina í algjöru skipulagsleysi.
Eftir mikla og sársaukafulla umræðu varð niðurstaða eigendanna sú að öllum væri fyrir bestu að láta svæfa læðuna.
Það var farið á dýralæknastofu þar sem fyrir var ung kona sem hlustaði á eigandann rekja raunir sínar. Dýralæknirinn skoðaði læðuna í bak og fyrir sagði hana að vísu gamla og meltingin eitthvað að láta sig og trúlega komna með svona kattaalsheimer, þannig að hún myndi ekki hvar kassinn hennar væri. Það væri nú samt algjör óþarfi að rjúka í að svæfa hana.
Eigandinn sem hafði verið miður sín yfir erindinu fór heim með kisuna enn meira miður sín yfir málalokum.
Í hinu tilvikinu var gamla læðan líka farin að fóðrast illa og var orðin steinblind.
Eigendurnir tóku það nærri sér að sjá hana hætta að þrífast og enn sárara var að sjá hana ganga á lokaðar hurðir, stólfætur o.sv. frv.
Og það var tekin sú erfiða ákvörðun að fara með hana í svæfingu.
Þar endurtók sig sama sagan og hér að ofan.
Rétt er að taka fram að ég veit ekki hvaða dýralæknar stóðu dýraverndarvaktina þarna, né hvort þetta var sama eða sitthvor stofan.
Og eins og allir vita er ég með afbrigðum hógvær og orðvar maður og passa mig vandlega á því að hafa ekki skoðun á nokkrum sköpuðum hlut.
En ég er nú samt þeirrar skoðunar að svona " dýralæknar" eigi ekki að hafa leyfi til að meðhöndla dýr.
Kynnti mig og beið eftir að hringjandinn segði eitthvað. Það varð nokkur þögn eins og oft þegar hringt er í mig af einhverjum í fyrsta sinn, því hringitónninn hjá mér er algjörlega sérstakur.
Þetta var ung kona sem kynnti sig og sagðist vinna á Rás tvö. Hún var ekkert að eyða tímanum í að spyrja hvort hún væri að trufla mig, þrátt fyrir vélahljóðið og að kl.var 1/2 11 á mánudagsmorgni.
Sagðist hafa verið með nýkjörinn formann Dýraverndarfélags Íslands í morgunspjalli og hún hefði m.a. sagt að á landinu væri rekið a.m.k. eitt "verksmiðjubú"í hundaframleiðslu.
Formaðurinn hefði nú ekki sagt hvað bú þetta væri en hefði örugglega átt við hundaræktina hjá mér.
Ég hafði nú reyndar heyrt þetta morgunspjall og hefði alveg getað rætt ýmislegt sem þar kom fram en það var greinilega ekki í boði.
Það sem ég velti fyrir mér var, hvort ég ætti að leiðrétta þennan misskilning sem þarna var á ferðinni eða skemmta mér aðeins við að ræða "hundabúið " hjá mér. Ég myndi geta gert lítið úr umsvifunum, fáar tíkur í ræktun og erfitt að halda því fram að þetta væri nú verksmiðjurekstur. Það mætti gera lítið úr eftirlitsþörfinni hjá mér og mikið úr ruglinu í þessu"gæludýraliði".
Hún ætti að kynna sér spjallþráðinn á gæludýravefnum og velta fyrir sér í hvað heimi notendur hans lifðu o.sv. frv.
Þó ég sé enn að velta því fyrir mér hvernig þetta viðtal hefði getað þróast er ég samt feginn að skítmoksturinn var tekinn framyfir frægðina, enda alvörumál á ferðinni. Ég benti því viðmælandanum á með nokkrum semingi að hún væri að tala við vitlausan mann í vitlausu Dalsmynni.
Síðan hefur eitt og annað skotist fram í harða diskinum hjá mér um dýraverndarmál í gegnum tíðina.
Ég minntist þess að mörg snerran var tekin við þáverandi formann dýraverndar í upphafi fjárhundakeppna en þó fyrst og fremst vegna sýninga á fjárhundum, smala nokkrum kindum á landbúnaðarsýningum og þ.h.
Fjárhundasýning á landbúnaðarsýningu. Til að sýna hversu fyrirhafnarlaust þetta er, var undirritaður með kaffikrús í hendi.
Það átti að vera vond meðferð á kindum og við rollufólkið hugsuðum til fjárleita og almenns fjárrags (því erfitt er að eiga nokkuð við blessaða sauðkindina þannig að henni líki það vel ) þegar " Dýraverndarfélag Íslands " eða reyndar þáverandi formaður þess beitti sér af miklu harðfylgi til að stoppa þessa ósvinnu af.
Ég velti fyrir mér hversu andstætt það er dýravernd, að við sem stöndum í dýrahaldinu í þessu strjálbýla landi, megum ekki lengur hafa nauðsynlegustu lyf undir höndum til að bregðast við júgurbólgu og öðrum meinum sem hrjá bústofninn án þess að gera boð á undan sér. Að þurfa að ræsa út dýralækni í kannski 50 - 100 + km. fjarlægð til að staðfesta það að greining bóndans sé hárrétt, til að fá hjá honum sýklalyf í meðhöndlunina var stórt spor afturábak með líðan dýranna í huga. Hvað ætli það sé algengt að skepna með ígerð í fæti ( eða e.h. enn verra) fái að haltra um þar til dýralæknirinn " er á ferðinni"? Til að kóróna meðferð á búpeningi var dýralæknakerfinu kollvarpað, þannig að nú eru til héruð sem varla eða ekki er hægt að tala um dýralæknaþjónustu.
Dýraverndarumræðan er þörf og reyndar bráðnauðsynleg en þar eins og allstaðar annarstaðar eru öfgarnar málstaðnum aldrei til framdráttar.
Það rifjuðust m.a. upp fyrir mér tvær sögur sem eru dagsannar og ekki mjög gamlar.
Í báðum tilvikum var um að ræða háaldraða ketti, læður.
Önnur þeirra var farin að fóðrast illa og ekki nóg með það heldur var hún tekin upp á því að steinhætta að nota sandkassann sinn, þannig skildi hún þvag og skít eftir víðsvegar um íbúðina í algjöru skipulagsleysi.
Eftir mikla og sársaukafulla umræðu varð niðurstaða eigendanna sú að öllum væri fyrir bestu að láta svæfa læðuna.
Það var farið á dýralæknastofu þar sem fyrir var ung kona sem hlustaði á eigandann rekja raunir sínar. Dýralæknirinn skoðaði læðuna í bak og fyrir sagði hana að vísu gamla og meltingin eitthvað að láta sig og trúlega komna með svona kattaalsheimer, þannig að hún myndi ekki hvar kassinn hennar væri. Það væri nú samt algjör óþarfi að rjúka í að svæfa hana.
Eigandinn sem hafði verið miður sín yfir erindinu fór heim með kisuna enn meira miður sín yfir málalokum.
Í hinu tilvikinu var gamla læðan líka farin að fóðrast illa og var orðin steinblind.
Eigendurnir tóku það nærri sér að sjá hana hætta að þrífast og enn sárara var að sjá hana ganga á lokaðar hurðir, stólfætur o.sv. frv.
Og það var tekin sú erfiða ákvörðun að fara með hana í svæfingu.
Þar endurtók sig sama sagan og hér að ofan.
Rétt er að taka fram að ég veit ekki hvaða dýralæknar stóðu dýraverndarvaktina þarna, né hvort þetta var sama eða sitthvor stofan.
Og eins og allir vita er ég með afbrigðum hógvær og orðvar maður og passa mig vandlega á því að hafa ekki skoðun á nokkrum sköpuðum hlut.
En ég er nú samt þeirrar skoðunar að svona " dýralæknar" eigi ekki að hafa leyfi til að meðhöndla dýr.
N/A Blog|WrittenBy svanur
10.03.2012 21:13
Þegar öll dýrin í skóginum urðu vinir í Laugargerði í dag.
Árshátíð Laugargerðisskóla var haldin með glæsibrag í dag. Dýrin í Hálsaskógi sett á svið og veisla á eftir að hætti nemenda, kannski með smááhrifum frá mömmunum.
Formaður nemendaráðs, hún Ingibjörg Jóhanna á Snorrastöðum setti hátíðina af mikilli röggsemi.
Hér eru þau Mikki refur ( Valgý í Laugargerði) og Lilli klifumús (Tumi í Mýrdal) að ræða landsins gagn og nauðsynjar.
Og íkornarnir, þær Steinunn á Miðhrauni 2 og Helga á Lágafelli höfðu sitthvað til málanna að leggja.
Hérastubbur bakari ( Guðný á Eiðhúsum ) og sérlegur aðstoðarmaður( Selma á Kaldárbakka)
fóru á kostum við baksturinn.
Amma skógarmús ( Inga Dóra á Minni-Borg) söng eins engill fyrir okkur.
Marteinn skógarmús (Vildís í Hítarnesi ) og Lilli klifurmús (Tumi í Mýrdal) fara yfir friðarsáttmálann.
Bangsapabbi (Ársæll í Ystu-Görðum) stjórnaði friðarfundinum mikla og svo urðu öll dýrin í skóginum vinir.
Húsamúsin (Jóna María í Mýrdal) sem er svo heppin að hafa söngröddina hennar móður sinnar söng fyrir okkur af mikilli snilld.
En bændurnir eru alltaf samir við sig og hér klófestu þeir (Jófríður í Hömluholti og Ragnar á Jörfa) litla bangsann.
En það tókst að bjarga honum með samstilltu átaki og leikararnir fengu óspart lof í lófa að lokinni sýningu.
Alltaf betra þegar allir eru orðnir vinir eða þannig..
Formaður nemendaráðs, hún Ingibjörg Jóhanna á Snorrastöðum setti hátíðina af mikilli röggsemi.
Hér eru þau Mikki refur ( Valgý í Laugargerði) og Lilli klifumús (Tumi í Mýrdal) að ræða landsins gagn og nauðsynjar.
Og íkornarnir, þær Steinunn á Miðhrauni 2 og Helga á Lágafelli höfðu sitthvað til málanna að leggja.
Hérastubbur bakari ( Guðný á Eiðhúsum ) og sérlegur aðstoðarmaður( Selma á Kaldárbakka)
fóru á kostum við baksturinn.
Amma skógarmús ( Inga Dóra á Minni-Borg) söng eins engill fyrir okkur.
Marteinn skógarmús (Vildís í Hítarnesi ) og Lilli klifurmús (Tumi í Mýrdal) fara yfir friðarsáttmálann.
Bangsapabbi (Ársæll í Ystu-Görðum) stjórnaði friðarfundinum mikla og svo urðu öll dýrin í skóginum vinir.
Húsamúsin (Jóna María í Mýrdal) sem er svo heppin að hafa söngröddina hennar móður sinnar söng fyrir okkur af mikilli snilld.
En bændurnir eru alltaf samir við sig og hér klófestu þeir (Jófríður í Hömluholti og Ragnar á Jörfa) litla bangsann.
En það tókst að bjarga honum með samstilltu átaki og leikararnir fengu óspart lof í lófa að lokinni sýningu.
Alltaf betra þegar allir eru orðnir vinir eða þannig..
N/A Blog|WrittenBy svanur
- 1
- 2