Blogghistorik: 2015 N/A Blog|Month_3

31.03.2015 07:53

Upplagið, uppeldið og allt hitt.

 Hundarnir/tíkurnar sem eru að detta inn hjá mér öðruhvoru eru jafn misjöfn og þau eru mörg.

   Annarsvegar ákaflega misjöfn að upplagi til þess sem þau eru ræktuð til og hinsvegar hafa þau hlotið ákaflega misjafnt uppeldi. 

  Upplagið er allt frá því að vera með innbyggt allt sem þarf til að vera  afbragðs fjárhundar. Aðeins þarf að komast í samband við þau og kenna þeim að þessi skipun þýði þetta og hin hitt. 



Korka frá Miðhrauni var með allan genapakkann kláran í kollinum.

   Í  hinum endanum eru þau sem allt eða margt þarf að kenna svo þau nýtist sem fjárhundar.

 Svo er allt til þar á milli

 Misjafnt hvað vantar.  

  Til dæmis hafa þau kannski ekki mikinn áhuga á að stoppa kindurnar af , splundra hópnum í stað þess að halda honum saman . Leitast við að vinna alveg ofaní í kindunum o.sv.frv. 

 Uppeldið er síðan alveg frá því að hundurinn er mikið agaður og taminn,  í að hafa alist upp í algjöru sjálfdæmi. Bara fengið að éta  og kannski verið bundinn meira og minna. 

Slík dæmi eru samt að verða nánast óþekkt í dag. 

Þau mest öguðu flugteymast og kunna helling af allskonar fídusum sem koma smölun kannski ekkert við.  

En ögunin nýtist vel við tamninguna

  Ef það fer saman að upplagið er gott og uppeldinu hefur verið vel sinnt  verða allir hamingjusamir.

 Hundurinn hlustar vel og er fljótur að læra , vinnubrögðin meðfædd og á 3 - 4 vikum verður til fjárhundur sem eigandinn þarf einungis að komast í samband við með skipanirnar og allt er klárt í smalamennskuna. emoticon


 Dáð frá Móskógum í kindur í fyrsta sinn. Ekki komin með rétta áhugann eins og sést á skottstöðunni. Nokkrum mánuðum seinna var þetta allt komið.emoticon


 Hundurinn sem hinsvegar þarf að læra mismikinn hluta af vinnubrögðunum og er illa undirbúinn í nám vegna slaks og óagaðs  uppeldis kemur öðruvísi út. Það fer mismikill tími í að koma á góðu sambandi og síðan fer það mikið eftir vinnuáhuganum hversu hratt eða vel gengur að koma honum í vinnuhæft form .

 Ef það gengur á annað borð. 

Í sumum tilvikum þarf síðan að laga eða rétta af mistök sem hafa orðið í uppeldinum. Það tekur yfirleitt mun lengri tíma að rétta af slík mistök heldur en að gera þau. 

 Það eru t.d. langoftast alvarleg grundvallarmistök að fara með lítið eða ótaminn hund í smalamennsku. emoticon


 Sem betur fer verður það sífellt sjaldgæfara að hundar hafi verið vandir af að fara framfyrir eða bara fara í kindur yfirhöfuð. 

 Sífellt fleiri átta sig á því að ef hundurinn er farinn að sýna óæskilega hegðun við kindur áður en kemur að tamningu er honum bara haldið frá kindunum þar til kemur að tamningunni.

 En svona til að vera  jákvæður hefur orðið mjög mikil breyting á því seinni árin að það sem dettur inn hjá mér er langoftast óskemmt og yfirleitt með uppeldið í góðu lagi.

 En genapakkinn er alltaf jafn fjölbreytilegur emoticon .

26.03.2015 19:41

Hundar, hugarástand og hasarinn.

 Stundum er ég spurður að því hvort hundarnir mínir séu góðir að taka kindur ? 

 Ef ég er spurður augliti til auglitis geri ég mig enn tómlegri til augnanna en vanalega og segist ekki vita það. 

  Sé bara ekki að nota hundana mína í að taka kindur. 

 Eins og þeir sem þekkja mig vita, lendi ég stundum dálítið utarlega á beinum vegi sannleikans ef ég dúndra bara ekki beint útaf honum.
  Enda hafa flestir hundarnir mínir verið ágætir að taka kindur. Sumir meira að segja mjög góðir. 

En það er algjör undantekning að ég noti þá í það.

  Það er nefnilega þannig með hundana eins og mannfólkið að við ákveðið hugarástand tapast allt samband við þá. 

 Fjarskiptasambandið rofnar. 

  Þ.e. ef æsingurinn fer yfir ákveðin mörk tekur eitthvað stjórnlaust við. 

  Hundar sem eru látnir ráðast á kindur til að taka þær, komast trúlega oftar en ekki í slíkt hugarástand. 

 Ekki bætir úr skák að viðstaddir smalar munu oftar en ekki komast í áþekkt hugarástand en það liggur óumdeilt fyrir að hundar skynja mjög vel allar geðsveiflur húsbónda síns og þegar adrenalínið fer að flæða hjá smalanum,, stressast hundurinn óðar upp . 
 Þetta endar síðan oft/stundum í miklum kaos sem ég ætla ekki að lýsa nánar í þetta sinn.


 Lömbum sem stokkið hafa úr safni við innrekstur, smalað aftur í hópinn.


  Mér finnst samt alltaf slæmt að vita af góðum fjárhundum breytast úr öruggum smalahundum í hunda sem ekki er hægt að treysta í sendingum fyrir kindahóp því allt í einu rifjast upp fyrir honum síðasti tökuhasar , taugarnar bresta , hugarástandið fer yfir hættumörkin og hann ræðst á hópinn eða kindina einhversstaðar úti á mörkinni. 

  Í verstu tilfellunum er hann svo skammaður þegar hann skilar sér til baka .

 Skammir sem hann skilur að sjálfsögðu ekkert í og auka við vandamálið. 


 Erfiðum kindum komið í rétt í fjárhundakeppni.


 Rétt er að taka fram að til eru hundar og smalar sem gera þetta án teljandi eða nokkurra vandræða. 

 Hundarnir hafa þá taugar og yfirvegun til að vinna þetta og smalinn heldur ró sinni þó mikið gangi á.


  

 Mér finnst hinsvegar langnotalegast að reka kindurnar á kerru eða til byggða , reyndar allt í lagi að bjóða þeim far á hjólum þegar þær fara  að þreytast. . 

 Það er svo alltaf býsna augljóst þegar ég kemst í tæri við kindur sem hafa  lent í hundatökuhasar að þær brjálast yfirleitt þegar fer að þrengja að þeim við kerru eða aðhald.

 Eitthvað sem rifjast upp þó greindarvísitalan sé ekki há.

Já, já ekki allir sammála þessu en skítt með það.emoticon

18.03.2015 20:59

Að moka skít.

 Það stefndi í óefni vegna veðurfars, í fjárhúsi Dalsmynnisbænda. 


Þar er féð á taði. (  Eða hálmtaði eftir þurrefni heysins) . 

 Gert er ráð fyrir að moka undan fénu eða útúr húsinu tvisvar á ári. 
Að hausti og um miðjan vetur. 


   Aldrei áður hefur taðið verið komið vel uppá plattann undir gjafagrindinni.

 Saga taðfjárhússins er ekki löng og hefur tíðarfar ekki verið til vandræða fyrr en nú, við verkið.
 Féð verður að vera utandyra á meðan mokað er og svei mér þá, hefur það bara ekki verið í boði fyrr en í gær síðustu 6 vikurnar emoticon



Sólin skein á nýrúið féð og bændurnir blessuðu góða veðrið aðra stundina en bölvuðu því hinsvegar að þurfa að eyða deginum í skítmokstur þegar gaf svona vel til fjallferða.


 
  Scheffer Hestamiðstöðvarinnar er kattliðugur að smokra sér um húsið.

 En svipað  lögmál gildir um veðurkröfur vegna snjósleðaferða til fjalla og skítmokstur.



 Já. Taðinu mokað á vagn og keyrt í haug, þar sem það fær að brjóta sig þar til það endar í flagi eða á túni. Nú eða sem hóll í landslaginu. emoticon

 Fjórir tímar að keyra út undan þessum 160 kindum. Fínt mál.




 
Og þó hálmurinn sé ígildi gulls þetta árið var samt splæst í smá dekur í tilefni dagsins.

 Svo er bara að biðja um góðan dag eftir miðjan október til að taka næstu mokstrartörn.

 Já , bara svona einn góðan dag , - allavega emoticon .

Antal sidvisningar idag: 371
Antal unika besökare idag: 15
Antal sidvisningar igår: 883
Antal unika besökare igår: 50
Totalt antal sidvisningar: 660700
Antal unika besökare totalt: 58378
Uppdaterat antal: 24.11.2024 06:06:33
clockhere