Færslur: 2013 Október

10.10.2013 22:20

Byggið, rolluhasarinn og orlof ýmiskonar.

 Síðasti byggakurinn í Eyjarhrepp hinum forna hefur nú verið skorinn Þetta árið.

Þetta verður að öllum líkindum slakasta byggárið í stuttri sögu Þessarrar lottójurtar´hér, - enn sem komið er.

Og ekki orð meira um Það.

 Fjárraginu er nú að mestu lokið, lömbin komin í Hvíta húsið á Hvammstanga og reyndist meðalvigtin 1 kg. minni en sl. haust eða  17.89 kg
gerðin fór aðeins upp, 10.14 og fitan aðeins niður 7.55



 Nú er komin nokkurnvegin mynd á rögunaraðstöðuna og mikill munur að fást við Þetta Þó enn eigi eftir að bæta í og loka málinu. Réttin eða gerðið er fjölnota og verður væntanlega notað við bæði hrossa og hundatamningar auk hauststússins.
 


 Heimasmíðaðaði rögunargangurinn var líka að virka og Þessi loka hér að svínvirka. Hinn endinn verður aðeins endurbættur fyrir næsta úthald svo hann verði alfullkominn.
 Þá verður mögulegt að hleypa úr honum í Þrjú hólf.



Ég rifjaði upp gamlar sviftingar og fór í seinni leitina á Rauðamelsfjallið í kulda og trekki.

Mjög fínt.



 Þessi hraundrangur á heiðinni nýttist vel sem skjól, hestasteinn  og ýmislegt fleira í einni pásunni.



 Hér var farið að síga á seinnihluta leitardagsins og allt á réttu róli eftir nokkurn darraðardans í upphafi. Þá kom m.a. upp sú skemmtilega staða Þegar ég og tengdasonurinn sem vorum efstir í vesturfjallinu vorum loksins búnir að ná tökum á níu kindum sem voru hér og Þar í Brúnadalnum innst á leitarsvæðinu, vorum við búnir að víxla hundum í hasarnum . Ég var kominn með Smala og hann með Korku.

Báðir í góðum málum samt.



 Já, nú verður dregið undan smalaklárunum og fjórhjólið tekið til kostanna við upptíninginn sem mun bresta á fyrr en varir ef að líkum lætur.

Og ýmislegt bendir til Þess að hún Korka mín muni fljótlega taka sér frí frá rolluhasar eitthvað fram á veturinn.emoticon

02.10.2013 22:53

Þriðji í leit.

 Korka og Smali voru nú ekki geislandi af léttleika í morgunsárið, frekar stirð í hreyfingum.

En Þau voru óhölt.

 Gærdagurinn var sá erfiðasti fyrir Þau og aðra , vestanverður Núpudalurinn með Þrjá og hálfan dal inn í Hafursfellið og maður er alltaf með smá ónot Þegar hundarnir Þurfa að beita sér í skriðunum Þar.


Séð af Seljamúlanum yfir í Þverdalinn með Seljadalinn að baki. Hinumegin fjallshryggsins er síðan Geldingadalurinn.

 
Nú var lokaleitin framundan og vestanvert Hafursfellið undir, eða Selsfjallið.
Nú er hlíðin vestan í Fellinu afgirt fyrir skógrækt sem styttir leitina talsvert og breytir framkvæmdinni heilmikið.
Þetta sinn var smalað gangandi en fénu er safnað saman innan Hlíðarhornsins og síðan ekið til byggða.



 Hér sér upp í Núpuskarðið vestanvert en segja má að Hafursfellið endi hér t.h. og Þríhnjúkarnir byrji norðan skarðsins.



 Hér sést inn í enn einn dalinn sem skerst inn í Hafursfellið en Þeir eru alls 5 Þessi liggur sunnan Núpuskarðsins og ég verð nú bara að viðurkenna Það að ég hef aldrei heyrt hvað hann heitir.



 Hér sést hvar varnargirðingin liggur inn fjallið, fyrst austan Laxár en síðan vestan hennar en hún er vesturmörk leitarsvæðisins.



Þessar voru dálítið erfiðar en hér sprauta Atli og Korka Þeim fram af brúninni norðan skarðsins.



 Hér er safnið komið niður að girðingu og Það var 5 mín. verk að skella upp rétt með léttgrindunum frá Jötunn - Vélum.



 Þetta var fleira en reiknað var með svo vinir mínir á Austurbakkanum voru ræstir út. Viðbragðið var nokkuð gott hjá Þeim og allt var Þetta komið niður fyrir hádegi.



 Þá var komið að Því að reka inn Það óskila, óreiðu og lausafé sem safnast hafði saman Þessa 3 leitardaga.

Þessi hópur var orðinn nokkuð á fimmta hundraðið og var  stærri en fjárfjöldi Dalsmynnis.

 Og enn voru mættir vinir mínir á Austurbakkanum en nú með 3 alvöru fjárvagna og fjarlægðu allt draslið nema lausafé nágrannans.

 Alltaf jafn ánægjulegt Þegar Þeir fara.emoticon



Flettingar í dag: 136
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 816
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 418799
Samtals gestir: 38041
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 12:24:16
clockhere