02.10.2013 22:53

Þriðji í leit.

 Korka og Smali voru nú ekki geislandi af léttleika í morgunsárið, frekar stirð í hreyfingum.

En Þau voru óhölt.

 Gærdagurinn var sá erfiðasti fyrir Þau og aðra , vestanverður Núpudalurinn með Þrjá og hálfan dal inn í Hafursfellið og maður er alltaf með smá ónot Þegar hundarnir Þurfa að beita sér í skriðunum Þar.


Séð af Seljamúlanum yfir í Þverdalinn með Seljadalinn að baki. Hinumegin fjallshryggsins er síðan Geldingadalurinn.

 
Nú var lokaleitin framundan og vestanvert Hafursfellið undir, eða Selsfjallið.
Nú er hlíðin vestan í Fellinu afgirt fyrir skógrækt sem styttir leitina talsvert og breytir framkvæmdinni heilmikið.
Þetta sinn var smalað gangandi en fénu er safnað saman innan Hlíðarhornsins og síðan ekið til byggða.



 Hér sér upp í Núpuskarðið vestanvert en segja má að Hafursfellið endi hér t.h. og Þríhnjúkarnir byrji norðan skarðsins.



 Hér sést inn í enn einn dalinn sem skerst inn í Hafursfellið en Þeir eru alls 5 Þessi liggur sunnan Núpuskarðsins og ég verð nú bara að viðurkenna Það að ég hef aldrei heyrt hvað hann heitir.



 Hér sést hvar varnargirðingin liggur inn fjallið, fyrst austan Laxár en síðan vestan hennar en hún er vesturmörk leitarsvæðisins.



Þessar voru dálítið erfiðar en hér sprauta Atli og Korka Þeim fram af brúninni norðan skarðsins.



 Hér er safnið komið niður að girðingu og Það var 5 mín. verk að skella upp rétt með léttgrindunum frá Jötunn - Vélum.



 Þetta var fleira en reiknað var með svo vinir mínir á Austurbakkanum voru ræstir út. Viðbragðið var nokkuð gott hjá Þeim og allt var Þetta komið niður fyrir hádegi.



 Þá var komið að Því að reka inn Það óskila, óreiðu og lausafé sem safnast hafði saman Þessa 3 leitardaga.

Þessi hópur var orðinn nokkuð á fimmta hundraðið og var  stærri en fjárfjöldi Dalsmynnis.

 Og enn voru mættir vinir mínir á Austurbakkanum en nú með 3 alvöru fjárvagna og fjarlægðu allt draslið nema lausafé nágrannans.

 Alltaf jafn ánægjulegt Þegar Þeir fara.emoticon



Flettingar í dag: 923
Gestir í dag: 342
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 425988
Samtals gestir: 39256
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 03:20:16
clockhere