21.01.2018 20:32

Sweep. Fyrsta got.

Já ,- það er fyrsta gotið undan Sweep.

  Þó fyrstu kindatímarnir í tamningunni segi  ekki alla söguna segja þeir mér samt heilmikið. 

Hef að vísu upplifað veruleg frávik frá vísdómsspánum í báðar áttir en samt emoticon . 
Úr þessu 7 hvolpa goti er ég búinn að temja  6 í viku til 10 daga . 
Á aldrinum 8 - 10 mán.  

 
                                   Rakkarnir í hópnum.

  Ég hafði lagt áherslu á það við  kaupendurna að ég vildi fá þá alveg ferska í tamninguna. 
  Þ.e.a.s. ef hvolpurinn færi að gera eitthvað við fé sem eigandanum líkaði ekki,skyldi hann halda honum frá fénu,- ekki fara að siða hann til. 
 Hvolparnir voru á slæmum aldri þegar fé fór af húsi.4 -5 mán. Flestir komnir með áhuga og sumir þeirra sáust lítt fyrir. 

  Sem betur fór létu þeir oftast duga að hringfara fé slyppu þeir í það og voru dæmi þess að tæki einhverja klukkutíma að koma höndum yfir  þá í verstu tilvikunum. 
 
Eitt slæmt óhapp sem kom upp, var þó einu of mikið. 

   7 vikna gamlir voru þeir atferlisprófaðir. Prófið fór þannig fram að þeim var sleppt einum og einum í rými þar sem ókunnugur maður beið þeirra. 

   Hann lagði síðan fyrir þá nokkurskonar próf í 10 atriðum. Niðurstaðan var í stuttu máli sú að allir komu hvolparnir vel útúr prófinu og voru ótrúlega líkir. 
 
 Einn hrökk dálitið illa við í síðustu þrautinni og hætti og fór. Þeim hélt ég eftir úr gotinu ( Bokki ).

     Það er skemmst frá því að segja að í fyrstu kennslustundunum varð útkoman eins. 
 
Ótrúlega lítill munur á milli þessarra byrjenda sem höfðu alist upp sitt í hvoru lagi.  

 Allir komnir með talsverðan/mikinn  vinnuáhuga. Alveg stresslausir réðust flestir nokkrum sinnum á kindurnar en hringfóru þær síðan með mismikilli yfirvegun. Sumir eins vítt frá þeim og gerðið leyfði, aðrir nær.

 Allir skemmtilega ágengir við fé og a.m.k 4 þeirra verða trúlega  mjög  ákveðnir.

Og þetta eru allt " harðhausar" . Engin hætta á að þeir forði sér heim þó þjálfarinn sleppi sér og komist upp í háa céið.


   
Þessi er með ákveðnari hvolpum sem ég hef byrjað með. 
 Veður glerharður og yfirvegaður beint framaní ef kindin stoppar á móti honum. 
 Spurning hvernig það þróast .

Slóðin á atferlisprófið hjá honum HÉR 

  Eigendurnir báru þeim nokkuð vel söguna í uppeldinu. Rólegir karakterar, hlýðnir og eyðilögðu alla skó sem þeir komust í auk annarra prakkarastrika emoticon
  Stefnt er að því að ljúka mánaðartamningunni fyrir marslok ef guð og tíðarfar lofar. 
Þá verður auðvitað í framhaldinu  tínt til allt það neikvæða sem komið hefur í ljós  í tamningunni. emoticon

 Nema hvað emoticon

Já. Smá myndbrot af Bokka 6 mán. HÉR

Flettingar í dag: 46
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 419003
Samtals gestir: 38079
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 05:43:19
clockhere