02.10.2015 22:32

Forystu Móra og áróðurstæknin

 Smali var skilinn eftir heima í dag. 

Ég veit ekki hvor okkar var ósáttari við það en það er erfiður dagur framundan hjá honum í Rauðamelsfjallinu á morgun. 

  Ég huggaði hann með því að hann fengi að koma með í sunnan og vestanvert Hafursfellið seinnipartinn í dag þar sem þyrfti að reka uppá kerru sem næðist.

 En dagurinn byrjaði á að leita uppi 8 kinda hóp sem hafði komist í kletta í leitinni á dögunum.


 Þær höfðu verið uppundir klettum í Seljadalnum og voru snöggar að forða sér yfir Núpinn þegar ég birtist á Þórarinsmúlanum norðanmegin í dalnum. Aldrei misst kindur þar yfir áður.



  Nú kom ég upp dalinn að sunnanverðu og leist ekki meira en svo á  þegar ég sá hvernig kindurnar dreifðust um dalinn .

  Efst var einlemba, tvílemba talsvert neðar og enn neðar sást ofaná tvílembu en þar á milli  var hæð svo þar gátu verið fleiri.

   Korka sá ekki einlembuna sem lá og fór lítið fyrir henni. Hún var alltaf að horfa upp í klettana og vildi þangað þegar ég sendi hana af stað, minnug þess að hafa lent í fjörugu hreinsunarstarfi þar í fyrra.  

  Það var allur dalurinn milli okkar og kindanna og tvílemban var búin að átta sig á hvað var ´á seyði og lögð af stað . Korka sá hana og fór nú loks í rétta átt en of neðarlega fyrir einlembuna.  Þegar hún var komin hæfilega langt var gefin stoppskipun  og síðan skipun um að leita betur  og nú sá hún einlembuna, fór uppfyrir hana en hélt svo áfram  fyrir tvílembuna. 

Framhaldið af því sést hér neðar.

 Þarna átti ég von á mórauðri forystuá frá sveitunga mínum. Hún var búin að vera á svæðinu síðastliðin  haust, hlýddi hundunum afar vel eins og er yfirleitt með forystu, hversu ruglaðar sem sumar þeirra eru að öðru leyti.

 Gerði samt alltaf  talsverðar tilraunir til að koma sér úr leitinni til að byrja með  en þegar það tókst ekki voru engin vandamál lengur.

 Þegar tekist hafði að ná þessu saman sem var á dalnum, var þetta orðið 10 kinda hópur og sú mórauða klár í að leiða okkur til byggða.

  Það að taka upp myndband í smalamennsku er ekki líklegt til árangurs en þau brot sem maður nær, nýtast til heimilda og stundum sem áróður fyrir bættri smalahundamenningu emoticon .

 En hér eru brot úr myndbandinu góða emoticon smella  HÉR
 

 
Flettingar í dag: 518
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 420518
Samtals gestir: 38324
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 15:53:36
clockhere