07.01.2015 20:19

Óhefðbundin hvolpasala.

 Ég þekki pínulítið allar hliðar hvolpasölunnar. 

Sem ræktandi, kaupandi og gegnum tamningu á afurðinni ásamt því að skoða og meta allskonar ræktunareintök  Border Collie. 

Tamningin og skoðunin hefur kennt mér langmest. 

 Þar hef ég kynnst breiddinni í ræktunarflórunni allt frá algjörum toppeintökum, til eintaka sem aldrei verður hægt að nota til nokkurs gagns í kindavinnu. 

 Sem betur fer er breiddin í notendahópnum líka mikil og ég hef fullan skilning á því þegar B C eigandi er yfir sig hamingjusamur með eintak sem ég myndi skilja eftir heima í smalamennsku, svo ekki sé fastar að orði kveðið. emoticon  

Og ræktun fjárhunda er ekki einföld frekar en önnur ræktun . 

 Aldrei hægt að vita hvernig parið á saman í fyrsta sinn og algengt, sama hversu góðir foreldrarnir eru, að oft séu 1 -2 eintök í hvolpahópnum sem standast illa gæðakröfurnar, þó gotið sé frábært að öðru leyti.  

  Hvolpamarkaðurinn í dag er síðan ekki mjög spennandi fyrir ræktandann. 

Ég er þessvegna búinn að velta því fyrir mér lengi. hvernig höndla eigi þetta á 
ásættanlegan hátt emoticon .

 Með síðasta got handvaldi ég kaupendurna og skilyrti söluna með því að ég temdi hvolpana.
  Þetta gekk prýðilega að öðru leyti en því að einn söluhvolpanna stóð ekki undir væntingum ræktandans. 

 Mánaðartamning dugði til að gera þá nothæfa og rúmlega það. 



  Nú steig ég skrefið til fulls með fyrra got vetrarins, er búinn að selja alla 6 hvolpana . Þrír þeirra fara til nýrra eigenda  8 - 10 vikna og koma síðan í tamningu til mín í fyllingu tímans.

 Hinir  þrír verða afhentir á mismunandi tamningarstigum eftir 1 - 2 ár. 

Ræktandinn ber síðan ábyrgð á þvi að ræktunarmarkmiðin náist. 

  Kaupendur þeirra sem ala þá upp geta skilað þeim til eins árs aldurs og fá þá kaupverðið endurgreitt . 

 Hinir verða að sjálfsögðu ekki afhentir nema þeir virki.emoticon


 Brúnó er sá fjörugasti í hópnum. Hvar skyldi hann nú lenda emoticon .
Flettingar í dag: 399
Gestir í dag: 113
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 164
Samtals flettingar: 424876
Samtals gestir: 38842
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 10:50:20
clockhere