21.10.2014 20:43

Regnþolið fé og lausafé allskonar.

 Fyrsti snjórinn þetta haustið féll í nótt. Þá dugði ekki annað en setja allt á fullt til að gera klárt til að taka inn lömb og veturgamalt. 

  Dagurinn tekinn í að moka út úr fjárhúsunum og síðan var sett inn í kvöld, lömb og veturgamalt sem höfðu haft það fínt á grænfóðurakri sem ekki náðist að slá aftur vegna einhverrar rigningar sem settist hér að um tíma í haust.




 Það verður væntanlega bólusett við garnaveikinni á morgun og síðan verða lömbin úti í nokkra daga í viðbót ef veður leyfir áður en þau verða tekin inn og afulluð.

Aldrei þessu vant hefur verið fjárfest í allskonar fénaði í haust.




 Þetta er forystutilvonandisauðurinn Eitill, en hér hefur ekki verið til forystukind í um hálfa öld.

  Planið er að gera tilraun með að temja hann eins og tíðkaðist hér áður fyrr meir þegar sauðirnir hlýddu orðum og bendingum húsbænda sinna eins og hundarnir mínir gera í dag.  emoticon 

  Takist það ekki er auðvitað ljóst að þetta nútíma forystufé er náttúrulega ekki nema svipur hjá sjón miðað við forfeður sína. 

  Eins og ég hef reyndar látið óspart í ljósi eftir að kexruglað "forystufé " fór  að verða til vandræða hér sem og væntanlega annarsstaðar. emoticon

 

 Það var svo ákveðið að koma hér upp smá kollóttum fjárstofni og í framhaldinu var farið í fjárkaupaleiðungur í Reykhólasveit og norðanverðan Steingrímsfjörð.




   
 Hér er alltaf notaður kollóttur hrútur á gemlingana og nú á að reyna að láta hann verða til á búinu í stað þess að standa í stöðugum hrútakaupum til að sinna þessu. Eftir að rögunagangurinn er kominn fullkomlega í gagnið skipta handföngin mun minna máli í amstrinu.



 Hér sést þegar allt var á fullu í ómskoðun og stigun í líflambavalinu. Rigningarnar í sumar og haust voru ekki mjög vaxtahvetjandi fyrir lambfénaðinn og var meðalvigtin kg. minni en í fyrra , sem var reyndar slæmt ár. Fór niður í 17 kg. sem er óásættanlegt. emoticon

 Það er því ekki um annað að ræða en skrúfa fyrir rigningarnar að einhverju leiti  eða að fara að rækta regnþolið fé .

 Trúlega er þó best að halda sig við það að fyrst botninum var ekki náð í fyrra er hann pottþétt þetta árið. 

 Svo nú lítur þetta bara vel út fyrir næsta haust. emoticon
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 816
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 418785
Samtals gestir: 38038
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 10:45:30
clockhere