13.01.2014 20:34

ábyrgðir og endurheimtur .


Maður verður nú að hafa trú á því sem verið er að gera sagði ég borubrattur.

 En færðu þá bara ekki alla í hausinn aftur, þegar þeir stækka og verða leiðinlegir spurði viðmælandinn með efasemdarhreim í röddinni.

 Jú svaraði ég glottuleitur, - ef eigendurnir vilja ekki eiga þá lengur.


 Hann hafði spurt mig hvort ég væri virkilega að selja BC hvolpa með ársábyrgð, sem ég játti greiðlega.

 En ef þeim er rústað í uppeldinu spurði hann , reynslubolti sem vissi hvar hættan lá þegar fjárhundsefni er annarsvegar.

 Mér fannst þetta ekki áhugavert umræðuefni, sagðist velja kaupendur af mikilli kostgæfni og sneri umræðunni að heimtum og smalamennskum.


 Nú eru tamningarnar að komast á fullt hjá mér og byrjunin er býsna skemmtileg því gotið hennar Korku sem er 10 mán. er mætt til móðurhúsanna í tamningu.


 Og það er ljóst að þar verður engu skilað.


 Það er alltaf skemmtilegt að sjá hvað svona endurheimtur  kannast vel við allt en þó aðeins séu 8 mán. síðan þessir yfirgáfu æskustöðvarnar, ætla ég ekki að halda því fram að þeir þekki mig eða móðurina aftur. En þeir þekkja kallflautið og  ótalmargt annað situr í undirvitundinni hjá þeim.

 Bræðurnir voru með ýfingar þegar þeir hittust allir sama daginn en  gamall reynslubolti veit að ekkert er betra en láta þá mæðast saman í góðum fjórhjólaskver. Sama lögmálið og að svita hross úr öllum áttum saman í góðri ferð í gamla daga.

  Nú er þriðji námsdagurinn liðinn og þó útlitið á systkinahópnum sé ekki mjög líkt og þetta séu fjórir mismunandi karakterar, er margt sláandi líkt þegar kemur í vinnuna.

  Trúlega hægt að gera eitthvað nothæft úr þeim í rólegheitunum. emoticon


Flettingar í dag: 1968
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 432896
Samtals gestir: 39922
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 09:37:09
clockhere