09.01.2014 21:39

Metaregn í gangi ;) - og ýmislegt jákvætt í kortunum :) .


 Það voru set tvö met í Eyjarhrepp hinum forna í dag.


Enda búa þar " næstum " eintómir snillingar.

 Fyrra metið verður nú kannski erfitt að rekja til þeirra, en það var öflugt lognmet á því herrans ári 2014.


Megi það verða margslegið á þeim tíma sem eftir lifir árs :) .

 Hitt metið verður hinsvegar rakið þráðbeint til nokkurra öflugra Eyhreppinga sem slógu öll hraðamet  við að hreinsa útúr öllum stíum Hestamiðstöðvarinnar í Söðulsholti.


 Reyndar hefur þessi gerningur ekki verið leikinn áður á einum degi.


  Þetta var kærkomin tilbreyting fyrir þessar eðalvélar og góð æfing fyrir akuryrkjuna sem mun bresta á fyrr en varir.



 Stíurnar sem eru 40 cm. djúpar  voru orðnar ágætlega nýttar, enda hafði planið verið að tæma þær um miðjan des.



  Hér er búið að hreinsa út úr annarri lengunni í stærra húsinu.



 Hálmun lokið og bara eftir að loka milligerðunum og festa þær með 2 skrúfum, hverja.

Byrjuðum að keyra út kl 9 og dæmið búið um 5.


 Svo er bara að endutaka leikinn fyrir sumarið :) .


Í Hestamiðstöðinni er allt á fullu við tamningu og þjálfun, tæp 30 á járnum bæði frá búinu og öðrum.

 Og ýmislegt bendir til þess að nú sé að lifna aðeins yfir sölunni sem er orðið virkilega tímabært.


Já , eru ekki allir á því að það sé sitthvað jákvætt í kortum nýbyrjaðs árs ??




Flettingar í dag: 2086
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433014
Samtals gestir: 39929
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 11:23:30
clockhere