28.10.2013 21:18

Að setja sér markmið,- og svo fer allt í klessu.

 Markmiðslaus maður fer trúlega áreynslulítið gegnum lífið, eða hvað ?

 Ég er ekki í Þeim hópi, Þó ég reyni nú ákaft að komast sem áreynsluminnst gegnum lífsins táradal.

 En ég er samt alltaf að setja mér einhver heimskuleg markmið sem ganga svo yfirleitt aldrei, eða seint og illa upp.

 Þegar ég set stefnuna á got hjá afbragðstíkunum mínum á útkoman úr Því að vera mun betri en síðast.

 Hún er Það líka undantekningarlaust. - Þar til kemur að tamningu hvolpanna.

 Meðan ég var í hrossaræktinni kom undantekningarlítið í heiminn á hverju vori folald sem myndi örugglega verða öðrum hrossum betra. Þau komust samt aldrei með framhófana sem gömlu reiðhestarnir mínir höfðu afturhófana.

 Gömlu reiðhestarnir mínir voru nátturulega ræktaðir útaf vinnuhrossunum og tamin af vitleysing sem vissi akkúrat ekkert um tamningar.

Ekkert 200.000. kr. dæmi að koma folaldi í hryssu.

 Síðustu Þrjú árin hafa Þau markmið verið uppi í sauðfjárræktinni að lífgimbrarnar skuli uppfylla lágmarksgæði í holdafari og byggingu.



  Bakvöðvinn sé ekki undir 30 og lærastigunin ekki undir 18. allt annað svo í réttu gæðahlutfalli við Þetta.

 Krafan um blubb móðurinnar var svo að sjálfsögðu ofar öllu öðru.

Þrátt fyrir hátæknibúnað við matið auk fingramats ráðunautsins að viðbættum gríðarlegum upplýsingum í tölvuveri búsins gengur Þessi stefna hægt og rólega.

 Sá áfangasigur náðist Þó í haust að engin gimbur var sett á með lærastigun undir 17.5.

Þær voru svo reyndar fáar með bakvöðva undir 30 svo Þetta er nú kannski allt að koma.

Kannski, eða bara örugglega  Þetta skítasumar sem klúðraði ræktunarmarkmiði sauðfjárræktarinnar Þetta árið.emoticon 

 Nú eru gimbrarnar komnar á hús ásamt Þeim veturgömlu og fengu haustsnyrtinguna sína í dag.


 Baldur og Steinar Haukur  mættu galvaskir og rúðu Þær á mettíma.



 Þeir voru svo snöggir, að Þessir gemsar hér eru ekki búnir að átta sig á hvað er í gangi.

Að sjálfsögðu eru svo engar efasemdir uppi um Það að ásetningsmarkmiðin náist með glans næsta haust.

 Og got vetrarins  skili öflugri smalahundum en nokkru sinni.

Nema hvað ? emoticon



 
Flettingar í dag: 140
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 816
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 418803
Samtals gestir: 38042
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 12:46:24
clockhere