02.08.2013 21:20

Á ferð um norðausturland.


 Það var dólað norður í Vaglaskóg seinnipart sunnudags.



  Númer 1-2 og 3  í Þessum ferðamáta er að halda sig sólarmegin í lífinu.

 Aðalstopp mánudagsins var á Svalbarði í Þistilfirði hjá fyrrverandi sveitunga.



Þar var m.a. Þessa áhyggjufulla móðir með 3 gæsaunga sem eru að gera henni uppeldið sífellt erfiðara. VelÞekkt vandamál hjá fleirum en henni.


Þarna er svo birnan til húsa með sína stuttu en merkilegu sögu.



Næstu Þremur nóttum var svo eytt á tjaldsvæðinu á Skjöldólfstöðum í Jökuldal



  Frábært að vera Þar og ef dalurinn var fullur af niðaÞoku að morgni, var bara keyrt uppúr henni í sólina.



 Það var rennt við í Laugarfellsskálanum sem er Þeim Fljótsdælingum til mikils sóma.



 Það hefur vafalaust " tekið í" að koma upp Þessari flottu aðstöðu Þarna, en Þeir hafa breitt bak fljótsdælingar.

 Þarna var tekinn 7 km gönguhringur til að kanna Þolið hjá bóndanum fyrir hreindýraharkið.



 Fossaleiðin varð fyrir valinu frekar en að skokka uppá Laugarfellið og hér er fossinn Faxi í Jökulsá á Dal. 



 Og Stuðlafoss í Laugará.



 Kirkjufoss í Jökulsá.



 Allstaðar á Þessari leið Þar sem lækjasitrur komu úr hlíðunum í árnar var Þessi sterki mýrarrauðalitur eða hvað sem Þetta er, áberandi.



 Og heimurinn er lítill Því ég rakst á Þennan unga jökuldæling ættaðan frá Setbergi við Hornafjörð. Hann er undan henni Loppu Tinnadóttir frá Dalsmynni.



 Svo var ég sérstaklega sendur til að berja Þennan 10 ára gamla tarf augum, svo ég vissi hvernig gripurinn liti út sem ég ætlaði mér að veiða áður en snúið yrði vestur á ný.

 

  Sá gripur fannst svo seint og um síðir norðaustur af Kistufellinu, t.h. á myndinni síðla dags sem Þessi mynd var tekin.

 Þá var hægt að drífa sig heim og klára fyrri sláttinn og nú er miðsvetrarheyið fyrir sauðféð og útigangsheyið komið í plast.

 Og Þá er bara að snúa sér að næsta máli á dagskrá.
Flettingar í dag: 2251
Gestir í dag: 175
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433179
Samtals gestir: 39978
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 20:00:17
clockhere