21.07.2013 09:57

Bændareiðin mikla.

Það skiptir engu hvernig veðurfræðingarnir láta í spánum, alltaf er gott veður í bændareiðinni.



 Nú var reiðin í boði nokkurra í austurhluta sveitarinnar
. Það var riðið frá Hótel Eldborg að Ytri Rauðamel.



Þaðan var gamla lestargatan tekin að Þverárrétt Þar sem áð var góða stund enda veitingar í boði reiðhaldara. Síðan var götunni haldið að Dalsmynni og Söðulsholti svona eins og hægt var með breyttri landnýtingu.


 Þrír fararstjóranna bera saman bækur sína á Ytri Rauðamel.



 Það voru um hundrað manns í hnakk og hér teygist vel úr hópnum vestur Dalsmynnishlíðina.

Svo var tekinn smá útúrkrókur niður með Núpánni

 Næsta stóra stoppið var í Hrútsholti og enn voru veitingar í boði.
 

 Þar var Brokkkórinn mættur og tók lagið af mikilli snilld. Kórfélagar bættu svo um betur eftir matinn um kvöldið.

 Nú var haldið að Rauðkollstöðum Þar sem var stutt járningarstopp Þó tímasetningarnar væru nú eitthvað að gefa sig.



 Þaðan var riðið niður að Núpárósum en Þar sem var háflóð leiddi bóndinn okkur svona fjallabaksleið að Núpánni. 
 
 Þá var orðið stutt í Hótelið Þar sem kvöldverðarslúttið beið okkar með ríkulegum veitingum.

Ekki slæmur dagur Þetta.
Flettingar í dag: 286
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 816
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 418949
Samtals gestir: 38072
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 23:26:38
clockhere