12.05.2013 05:19

Sauðburðarvakt á sunnudagsmorgni.

Það er blankalogn.

  Skvaldrið í fuglum himinsins er stanslaust á leiðinni í fjárhúsið og hafa Þrestirnir ótvírætt vinninginn í athyglissýkinni.

 Hrossagaukarnir leika greinilega listir sínar í 3 áttum Þessar mínútur sem gangan tekur.
 Það garga endur í affallskurði hitaveitunnar og landnámshanar tengdadótturinnar eru farnir að blanda sér í málið Þó klukkan sé ekki orðin fjögur.

Eina sem vantaði var tófugagg í fjarska en Það hefur bara ekki heyrst í vetur, hvorki í pottferðum vetrarkvöldanna eða á sauðburðarröltinu.

Sem er óneitanlega áhyggjuefni fyrir grenjaskyttuna.

 Og Hafursfellið stendur á haus í tjörninni en Það er alltaf jafn skemmtileg sjón svona í sólaruppkomunni.



 Á austurhimninum gerir sólin kröftugar tilraunir til að brjótast gegnum skýin og tókst Það reyndar áður en lauk.



 Það er alltaf dálítið sérstök tilfinning að koma í fjárhús árla dags í miðjum sauðburði.
Ég  gekk  gegnum gömlu fjóshlöðuna sem er öll hólfuð niður í misstórar stíur sem eru orðnar nokkuð setnar af ástríkum lambsmæðrum.



  Þrátt fyrir um 60 kindur með um 120 lömb heyrðist ekkert nema notalegt jórturhljóðið í ánum sem lágu svo til allar ásamt lömbunum.

Langflestar virtu bóndann ekki viðlits og engar stóðu upp í virðingarskyni, enda orðnar vanar stöðugri umgengni  vakthafandi fjárbænda og virðingin trúlega takmörkuð.

 Sama sagan var í fjárhúsinu , allt var í ró og Þær sem komnar voru að burði sýndu gamla bóndanum Þá tillitsemi að halda í sér lömbunum framyfir morgunmjaltirnar.



  Sá gamli var Þeim sérstaklega Þakklátur í Þetta sinn Því hann hafði verið ræstur út á aukavakt um hálf eitt, til að skutlast með eina í fæðingarhjálp í Hólminn.

 Í gegnum tíðina er slík ferð árlegur viðburður en sjaldnast nema ein að vori.
svo nú er Það mál afgreitt. 7-9-13.

 En miðnæturlúr bóndans styttist um rúma tvo tíma vegna Þessa. 

Nú er hitastigið að nálgast ásættanlega tölu og túnin að taka rétta litinn og Þó veðurfræðingarnir séu enn, farnir að hafa uppi stöðugar hótanir um kólnandi veður í langtímaspánni tökum hvorki ég né fuglakórinn hið minnsta mark á Því.

Nú er vorið nefnilega komið.

Já, Það verður svo bara mishlýtt eins og venjulega.
Flettingar í dag: 2233
Gestir í dag: 168
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433161
Samtals gestir: 39971
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 18:36:53
clockhere