04.05.2013 09:24

Afspyrnudöpur fjárveiting og fæðingardeildin.

 Þegar ákveðið  var að fjárfesta í almennilegri aðstöðu fyrir féð var markið sett á að taka Það alla leið með eins mikilli vinnuhagræðingu og Þægilegheitum og hægt væri innan Þröngra kostnaðarmarka.

 Gamla fjóshlaðan sem hefur hýst 75 kindur undanfarin ár átti m.a.að nýtast í sauðburðinn.

Þetta rými sem er um 9 X 12 m. átti að reyna að nýta sem best með vinnuhagræðingu og fjölda í huga.

 Það var lagt upp með að koma upp 20 einstaklingsstíum og a.m.k. tveim rúmgóðum hópstíum með góðu lambavari. Þar til viðbótar eru fyrir tvær 9.m. krær í hinum enda hlöðunnar
 
 Og útlagður kostnaður mátti vera max, 20 - 25.000 kr

Sem betur fer leynast vinir litla mannsins víða, og Þessi brettabunki ásamt ýmsu timburdrasli sem enn var nothæft eftir brambolt síðasta árs dugði í innréttingarnar.



Þetta efni nýttist vel í milligrindurnar, allar stoðir og ýmislegt föndur.



 Allt var Þetta hugsað Þannig að fljótlegt og auðvelt yrði að taka allt niður og fyrirferðin yrði í lágmarki í geymslunni.
 Milligrindurnar eru í staðlaðri stærð. Þær eru festar með 3 skrúfum og hleðsluborvélin verður eina tólið sem Þarf við niðurrifið og uppsetninguna.


 Eina sem ekki var fjarlægt fyrir aðgerðina var jatan með veggnum til hægri.Þegar milligrindurnar í Þeirri röð verða losaðar er grindin t.h. í ganginum ein eining.
 Ekki var lagt í sjálfbrynningu í stíunum af tæknilegum örðugleikum vegna væntanlegs niðurrifs, heldur komið upp vatnsíláti á hverjar tvær stíur. Það er haft við ganginn til að auðvelda áfyllingu og losna við heymengun.

 Reynslan af Því er sú að umtalsverð hætta er á að tæknilegu vandamálin verði ekki leyst frekar.



 Jatan er í tveim einingum á lengdina. Breidd og lengd eininganna ákvarðaðist af stærð  krossviðarplötunnar. Jötubotninn 62 cm. eða 1/2 plötubr. og lengdin á jötunni samtals 9.76 m. eða 4 x 1/2 plata.
 Jötubotninn er á grind úr fjölum 1x6 . Stoðirnar skrúfast síðan í jötuna og er gert ráð fyrir að Þær verði losaðar frá við niðurrifið. 

 Það setti verkinu ákveðnar skorður að Þurfa að rífa allt niður að sauðburði loknum. Sérstaklega vegna brynningar og aðgengis/dyrum að stíunum. Stíuhæðin var Því í lágmarki til að auðvelda umganginn.


                        Stoðirnar skrúfaðr frá og jötubotninn stendur eftir.

 Hérna megin verða svo tvær hópstíur með góðu lambavari sem auðvelt verður að fylgjast með.



 Það er rúmlega meters hæðarmunur milli fjárhúss og gömlu hlöðunnar.
Það var talverður léttir að komast að Því að ærnar elta lömbin umyrðalaust upp rampinn enda aldar upp við allskonar gangarag.


 Kolla hin ánægðasta með Þrílembingana sína. Ekki er ólíklegt að einn Þeirra verði hrútsefni í gemlingahópinn næsta vetur.

 Kostnaðaráætlunin stóðst svo prýðilega. Aðeins voru keyptar 3 krossviðarplötur og síðan skrúfur og naglar.

Já, Það er svo áætlaðir innan við tveir tímar fyrir tvo, að taka Þetta niður og koma fyrir í sauðburðarlok.

Nú er svo bara að láta sig hlakka til Þess.
Flettingar í dag: 2240
Gestir í dag: 169
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433168
Samtals gestir: 39972
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 19:10:40
clockhere