07.04.2013 09:07

Tamningarslútt og hundabrask.

 Nú eru rétt um tveir mánuðir síðan tamningarnar voru settar í fluggírinn.

 Þá var stefnan sett á að loka sjoppunni um 10 apríl, í a.m.k. 2 mánuði.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er undirritaður með eindæmum skipulagslaus. latur og kærulaus og nefndu Það bara.

 En Þrátt fyrir Þessa annmarka hefur bókstaflega allt gengið upp og reyndar framar björtustu vonum, í  málaflokknum.

 Síðustu tveir nemendurnir munu yfirgefa svæðið um næstu helgi, sem er innan skekkjumarka með tilliti til ofanritaðs.

 Rennslið gegnum stöðina hefur verið hraðar en reiknað var með og má segja að tekist hafi að hreinsa upp biðlistann sem reyndar var búinn að vera lokaður smá tíma.
 Það hjálpaði að vísu aðeins til að ekki voru allir tilbúnir í námið.



 Þessi aðstaða skipti sköpum, Því Það var ekki nóg með hægt væri að temja alla daga, heldur stytti hún grunnvinnuna verulega og t.d. var erfiðasti byrjandinn tilbúinn til útivinnu eftir 5 daga.

 Það að vera tilbúinn í útivinnu Þýðir hjá mér að hægt sé að vinna með hundinn á stóru opnu túni án nokkurs aðhalds. Hann sé fær um að halda hópnum saman og kominn með smáhugmynd um hvað helstu skipanirnar Þýða.



 Þessi gamla mynd sem tekin var uppá grínið sýnir tamda og lítið tamda sem voru komnir Þetta langt í fræðunum

 Tamningatíminn á einstaklingunum var misjafn, frá einni viku og uppí tvo mánuði.

Mér sýnist að fyrir Þann sem er kannski ekki Þaulvanur tamningu en vill samt temja sjálfur, sé býsna góð fjárfesting að kaupa hjá mér viku tamningu og fá síðan leiðsögn með framhaldið. Hundurinn ætti í flestu tilvikum að vera kominn á beinu brautina og tímasparnaður eigandans yrði meiri en ég Þori að nefna hér.

Og kostnaðurinn yrði svona eins og dagsnámskeið í faginu.



 Þessar eru að skoða sig um fyrsta morguninn á nýjum stað. Sú sem er búin að átta sig á að Þarna er eitthvað áhugavert innan dyra er tveggja ára gömul.sáralítið tamin en samt aðeins tekin í vinnu.
 Hún var að falla á tíma/aldri og eigandinn búinn að átta sig á að hann myndi ekki temja hana af neinu viti.

 Til að geta komið henni í gegn hjá mér með mánaðarprógrammi var hún tekin í tíma tvisvar á dag og eigandinn fær í hendurnar aftur skemmtilegan fjárhund sem hann getur farið með beint í kindavinnu eftir að Þau hafa stillt saman strengi sína.

 Þessu fylgir síðan ýmisskonar umsýsla og alltaf koma reglulega fyrirspurnir um grunntaminn hund til kaups.
 Núna eru til dæmis Þrjár tíkur á mínum vegum eða hliðarvegum í reynsluvist hjá slíkum fyrirspyrjendum. Ég legg alltaf mikið uppúr  Því við sölu  á tömdum eða grunntömdum hundum að væntanlegur eigandi sé helst fullkomlega sáttur við kaupin áður en málinu er lokað.
Ég er hinsvegar ábyrgur gagnvart hundinum með að heimilið sem honum sé ætlað til frambúðar, sé ásættanlegt fyrir hann.

Það er ekki alltaf einfalt mál.
Flettingar í dag: 1228
Gestir í dag: 124
Flettingar í gær: 2914
Gestir í gær: 601
Samtals flettingar: 429207
Samtals gestir: 39639
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 02:21:21
clockhere