03.04.2013 20:53

Fallvaltleiki, páskahret og haustleitir.

 Nú er svo komið að ekki finnast lengur nothæf lýsingarorð tiil að lýsa blíðviðrinu sem umlykur mann Þessa  dagana.

 Allt er forgengilegt og hin árvissu páskahret sem ullu margvíslegum vandræðum sérstaklega fyrir bjartsýna ferðalanga sem tolldu ekki heima hjá sér um páska, virðast liðin undir lok.

 Blessuð sé minning Þeirra.



 Það var gripið í að lagfæra aðeins fjárhúshlaðið Því nú er réttargerði á verkefnaskrá ársins og gæti komið sér ágætlega að ljúka Því fyrir næsta haust.



 Það Þarf að hækka hlaðið að hluta og stækka til austurs en eins og fyrri daginn er teikningarkostnaðurinn sparaður og hönnunin framkvæmd svona nokkurveginn jafnóðum.



 Svo heppilega vildi til að Það fannst grafa á flækingi sem var gripin í ámoksturinn.



 Hér virðir Korka fyrir sér framkvæmdina og er eflaust að velta fyrir sér að Þetta sé ekki gæfulegt til innreksturs, leitirnar fari nú að  bresta á innan alltof skamms tíma.


Flettingar í dag: 2734
Gestir í dag: 520
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 427799
Samtals gestir: 39434
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 15:37:22
clockhere