16.03.2013 21:34

Hundaflautur og fagleg ráðgjöf.

 Maðurinn var svona eins og ryðgaður í röddinni, kynnti sig ekki og var að spyrja um hundaflautu .

Af öllum hlutum.

 Þetta var reyndar eitt símtal af nokkrum sem helltust yfir mig á tímabili, um
Þetta áhugaverða umtalsefni.

Ég sagði honum Það sama og hinum sem hringdu með flautuspurningar, að flauturnar fengjust nokkuð örugglega í Jötunn Vélum á Selfossi og stundum í Líflandi. Þetta væru svo margtóna flautur, ekki einstóna.

 
Pacific plast flauta image 

 Samtalinu var samt ekki lokið Því náunginn með ryðguðu röddina átti náttúrulega hund.

 Hann vildi fá hlutlaust álit mitt á Því, hvort Það væri ekki sterkur leikur hjá honum að fá sér flautu svo Þeir félagarnir skildu hvorn annan betur.
 Aðspurður gerði hann frekar lítið úr Því að hundurinn skildi einhverjar skipanir hjá honum .Til útskýringar á Því kom síðan fram  að hann hefði nú fengið hundinn gefins og Þá hefði hann nú kunnað enn minna. En hundurinn ætti nú samt að vera alveg hreinræktaður. 
 
 Síðan bætti hann við með semingi að hann væri nú samt ekki svo viss um Það.

 Ég tók Það töluvert nærri mér að hryggja hann með ég hefði miklar efasemdir um að flauta leysti samskiptavanda Þeirra félaganna. 

  Ef ekki hefði tekist að kenna hundinum að skilja brýnustu skipanir á hreinni og ómengaðri íslensku´) Þó ryðguð sé) væri ólíklegt að flautuskipanir leystu málið.

 Þar fyrir utan væri ekki einfalt að ná hljóði úr flautunni og óvíst að honum tækist Það nokkurntíma.
 
 Náunginn lagði greinilega ekki í að rökræða við mig um "faglega matið" á hugsanlegum flautusamskiptum en honum fannst greinilega ég gera óÞarflega lítið úr flautuhæfileikunum hjá honum og stefndi í að Það yrði aðalmál símtalsins, Þegar ég tók mig til og leiddi okkur út úr Því og lauk  samtalinu.

 Ég er svo nokkuð klár á að Þessa dagana situr náunginn og berst við að reyna að ná tónum úr nýju hundaflautunni sinni.

 Svo er bara að vona hundsins vegna að Það takist ekki.
Flettingar í dag: 368
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 363
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 422764
Samtals gestir: 38521
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 04:53:51
clockhere