12.03.2013 23:04

Útivist hjá rollunum og skítmokstur hjá bændunum.

Já Það var loksins sett á fulla ferð í dag og útmoksturskerfi nýju fjárhúsanna vígt og  Þrautprófað..

 Sjeffer Hestamiðstöðvarinnar var nýttur í verkið en aðalspenningurinn lá í Því hvort hann gæti yfirhöfuð ráðið við Þrengsli og skúmaskot hússins Þar sem hver fermeter er gjörnýttur.

 Það er skemmst frá Því að segja að eftir Þróun vinnuferlisins sem endaði talsvert öðruvísi en hönnunin var hugsuð í upphafi, skotgekk  Þetta, og tók um 5 tíma að moka út fyrri mokstri ársins undan  170 kindum.

.

 Hér er svo búið að splæsa í hálmlag undir  Þær en hálmnotkunin hefur nánast engin verið í vetur.



 Sóðaskapurinn á milligerðinni verður svo að bíða vorspúlunarinnar en hérna sést m.a.hvaða vandamál Sjefferinn leysti með sóma enda ótrúlegt apparat  að  nota í svona fimleikum.



Hér eru fullorðnu ærnar að tölta heim eftir fyrsta alvöruútivistardag vetrarins.. Þær eru að verða komnar í dálitla yfirvigt blessaðar og ljóst að næsta sumar verður að láta miðsvetrargrasið  Þroskast aðeins betur.

 

 Já frí í skólanum í dag sem  Þýðir tvöfaldan námsskammt á aðkomudýrin á morgun en heimakvikindin fá að eiga frídaginn inni eitthvað lengur.

Það gæti svo farið að styttast í alvöru tamningarblogg.
Flettingar í dag: 355
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 363
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 422751
Samtals gestir: 38519
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 04:32:05
clockhere