01.02.2013 22:22

Allt að komast á fullt í Hestamiðstöðinni.

 Hestamiðstöðin í Söðulsholti var lokuð í nóvember og desember.
 Tamningarfólkið var þá í samstilltu átaki að koma í heiminn lítilli tamningarstúlku.

Nú er hinsvegar allt að komast í fullan gang, húsið óðum að fyllast og slatti kominn á járn.




 Dóri á fullu í járningunum á milli þess sem lagt er á.



 Og það þarf að gefa gæðingunum . Hér er komið með rúlluna inn og hún skorin á gjafavagninn.



 Hér er svo Iðunn í barnsburðarfríinu að gefa. Trúlega sú litla gert stórt og Dóri þurft að skipta. Fjóla frá Skörðugili fylgist með að allt fari rétt fram.



 Uppi á kaffistofunni sátu þessir skuggalegu náungar og best að hafa ekki fleiri orð um þá.



 Hrossin eru á hálmi og nú náðist alveg obboð af honum, úrvalsgóðum. Fyrir ári var algjört neyðarástand í þeim málaflokk.



 Búgarðseigandinn búinn að lesta kerruna og Reykjavíkurferð í kortunum.



 Faðirinn ábyrgðarfullur að sinna dætrunum í matartímanum.



 En móðirin athugað dagsformið á henni Kolbrá sinni.  Og það var þvílíkt.



 Eldri dóttirin er látin leggja á tryppin enda vinnuvernd barna og ungmenna óþekkt hugtak í sveitinni.



 
Þessir gömlu og bakveiku eru dálítið öfundsjúkir yfir þessari góðu vinnuaðstöðu.



 Aldeilis frábært að hafa þetta svona í augnhæð og sjá hvað maður er að gera.



 Allt orðið klárt og rétt að skella sér á bak en ég held nú að bandspotti uppí klárinn og, þúfurnar og skorningarnir í gamla daga gefi þessum græjum nú ekkert eftir.



 Svo er að æfa jafnvægið áður en farið er á hrekkjafantana.



 Svo er maður allt í einu orðin stóra systir, því fylgir ýmislegt misskemmtilegt.



 Já svona var veðrið í sveitinni í dag. Algjörlega snjólaust en samt er rétt að fylla á hjá hrossunum.

 En fyrir réttu ári var hér allt á bólakafi í snjó og endalaus ófærð.

Við snjósleðagreifarnir eigum snjóinn  bara inni !!!


Flettingar í dag: 2261
Gestir í dag: 176
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433189
Samtals gestir: 39979
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 20:23:32
clockhere