06.12.2012 08:15

Að fylla og tæma réttu kassana.

Snillingarnir sem voru í því að færa fé  úr einum kassanum í annan í boði  uppáhalds stjórnmálaflokkanna okkar, eru velflestir í góðum málum í dag.
 Allskonar sambönd og innherjaupplýsingar í samblandi við sitthvað fleira, tryggði þeim yfirleitt að réttu kassarnir fylltust en hinir tæmdust ásamt kössum fáráðanna í neðsta laginu.


Núna er eftir að koma rennum á húsið og strompi í mæninn.  Rennurnar fá að bíða sumars.

 Í sveitinni höfum við ekki lært þetta enn, enda frekar tregir.
 Nú er að koma lokamynd á þennan kassa hér og hann  orðinn stútfullur af fé. En það voru samt ekki annarra manna kassar sem tæmdust við það sem hefði nú verið ágætt, eða þannig:
 
 Nú verður farið í að lista upp alla fídusana sem eftir eru innanhúss svo hægt verði að fara skipulega í restina en skipulagning er ekki sterkasta hlið bóndans.


 Diddi smiður og Atli bóndi að ganga frá gormum og vírahjólum eftir að gefist hafði verið upp á
 " sérfræðing " seljandans
og vitlausu teikningunum hent.

 Það var orðið löngu tímabært að setja upp stóru hurðina en vesinið fylgdi henni til enda. Leiðbeiningabæklingurinn var ekki með og sá sem var sendur í tölvupósti ekki sá rétti .

 En það var komist úr þeim ógöngum og nú virkar hún fínt.
  Þar sem búið var að loka á fjárveitingar var rafmagninu sleppt og prófað að taka keðjudrif í staðinn.

  Það er að svínvirka, lauflétt og dobblað svo hraðinn upp og niður er meiri en í rafmagninu.

Eftir illviðrin í nóv. þakkar maður svo fyrir hvern góðviðrisdaginn á fætur öðrum sem gerir skammdegið mun bærilegra.

Flettingar í dag: 2591
Gestir í dag: 184
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433519
Samtals gestir: 39987
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 21:51:32
clockhere