30.11.2012 21:52

Að leggjast í landafræði.

 Leiðinlegustu bloggin sem ég las hér áður fyrr meir, eru alveg vafalaust þau þar sem bloggararnir eru að kryfja sjálfa sig og bloggin sín og bloggin sín og sig.

  Nú ætla ég að skrifa þannig blogg.

 Ég væri að ljúga því ef ég héldi því fram  að lesendafjöldinn, athugasemdirnar og likein skiptu mig engu máli því þetta virkar allt eins og olía á ryðguð tannhjólin.

 Ég hef  hins vegar fyrir löngu áttað mig á að heimsóknar og flettingateljarinn hjá 123.is er ekki alveg það marktækasta. Köflóttur á köflum eins og velflestir pólitíkusarnir.

 Eftir síðustu kollsteypu teljarans ákvað ég að gera eitthvað róttækt í málinu og eftir ábendingu stjórnanda 123 .is og með aðstoð frumburðarins komst ég inn á magnaðan teljara .
http://analytics.google.com/ 

Nú get ég setið kvöldin löng ( hafi ég ekkert betra að gera) og stúderað  ótrúlegustu hluti um gesti mína á heimasíðunni.

 Rétt er þó að taka fram að ég næ ekki að greina það hverjir þeir eru.

 Það sem mér finnst skemmtilegast og fróðlegast er, að hér eru að droppa inn gestir frá ótrúlegustu krummaskuðum víðsvegar um heiminn.

  Þó þar sjáist að vísu nöfn kunnuglegra heimsborga er samt langflest bæjarfélögin einhver sem ég hef aldrei nokkurtímann heyrt getið.

 Með því að smella á bæjarfélagið fæ ég upp kort sem sýnir í  hvaða heimshluta viðkomandi er og ef svo heldur sem horfir verð ég orðinn vel að mér í landafræði hvað þetta varðar áður en lýkur.

 Hér er svona smá sýnishorn af tveim dögum.

.
Bandar Seri Begawan
Munich
.
Frederiksberg
Maputo
Falun
Mountain View

  Já , þetta finnst mér ekki leiðinlegt.
  
 
Flettingar í dag: 107
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 1149
Gestir í gær: 139
Samtals flettingar: 434789
Samtals gestir: 40148
Tölur uppfærðar: 11.5.2024 05:06:24
clockhere