27.11.2012 20:56

Útidund í veðurblíðunni.


 Veðurblíðan er notuð til að klára ýmislegt sem lenti aftarlega á forgangslistanum í fjárhúsinu.

 Smiðurinn mætti á ný fullur starfsorku eftir að hafa verið í öðru síðustu vikurnar.



Það var gengið frá samtengingunni við gömlu fjóshlöðuna og byrjað á að setja kjölinn á sinn stað.
 Eins og sést er keyrsluhurðin fjarri góðu gamni en hún á í einhverjum erfiðleikum með að skila sér í hamingjuna hér vestra. Síðustu fréttir voru þær að brautirnar hefðu ekki lifað af flutninginn til landsins svo nú er beðið átekta eftir næstu tíðindum.



 Þrátt fyrir nýrúið fé hafa  allir gluggar móti suðri verið opnir upp á gátt síðustu dagana.
 
  Í dag var mænirinn opnaður þar sem strompurinn á að koma, málbandið tekið upp og að lokum var strompurinn hannaður og teiknaður upp . Þetta eru orðin velþekkt vinnubrögð í þessari byggingarframkvæmd.



 Vatnið var ekki sótt yfir lækinn  í þetta sinn en eftir nokkrar vangaveltur var ákveðið að sækja það í fjóslögnina í stað þess að fara að leggja það innan í gömlu byggingunum með tilheyrandi veggja og gólfbroti. Í leiðinn var rústað einum jarðkapli sem var akkúrat þar sem hann átti ekki að vera.
Flettingar í dag: 2150
Gestir í dag: 234
Flettingar í gær: 2914
Gestir í gær: 601
Samtals flettingar: 430129
Samtals gestir: 39749
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 14:29:51
clockhere