09.09.2012 21:21

Að heyja í september!!

 Mér finnst að það séu áratugir síðan staðið hefur verið í heyskap í september.

Yfirleitt verið lokað á heyskapinn um miðjan ágúst.

Nú voru hinsvegar eftir óslegnir um 24 ha. af há og breyttir tímar með veðurfar til heyskapar.




 Það varð því að duga eða drepast og þó spáin væri bæði loðin og teygjanleg var þetta rifið niður á fimmtudaginn. Föstudagurnn var svo bókaður í byggingunni og laugardagurinn ætlaður til að koma hánni í plast.

 

 Viconinn sem hefur gengið stóráfallalaust síðan hún flutti lögheimilið hingað á vesturslóð sprakk hinsvegar á limminu á síðustu metrum sumarsins seint á lauardagskvöldið.



    Alvöru græjur  á ferðinni en hér er eimitt draumarúllusamstæða Dalsmynnisbænda.

 Þar sem vinir mínir á Austurbakkanum höfðu verið í erfiðri leit á laugardeginum  með tilheyrandi eftirmálum og myndu rétta, löngu fyrir 1/2 11 á sunnudegi var ljóst að þar yrði vandfundinn bjargvættur til að rúlla og koma í plast þessum 60 - 70 rúllum sem eftir voru.
 Gestur  á Kaldárbakka brást þó skjótt við og mætti bráðsnemma í morgun og það stóðst á endum að rúllun lauk og rigningin helltist yfir.


  Hér er yngri bóndinn að kanna þroskastigið á ökrunum. 

 Það er svo verið að þreskja í sveitinni og nú er það sáðbygg sem verið er að taka áður en næturfrostin skella á. Uppskeran er mikil og það verður allt sett á fulla ferð þegar þornar upp í vikunni þ.e.a.s. ef þetta fýkur ekki allt í n.a. hvellinum í nótt.



 Já , það styttist svo hratt í smalamennskur með öllu sem þeim fylgir.

Flettingar í dag: 399
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 425
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 421569
Samtals gestir: 38452
Tölur uppfærðar: 1.5.2024 11:49:54
clockhere