08.06.2012 15:55

Lykla Pétur og ég.

 Ég er auðvitað alveg klár á því að það verður góður dagur hjá Lykla Pétri þegar ég kem skokkandi í fyllingu tímans. Og hann  verði snöggur að opna og gefa mér einn kaldan meðan ég blæs mæðinni.

 Þessa dagana er ég í nokkurskonar hlutverki hans í hliðinu á fjallagirðingunni lítandi rannsóknaraugum á  kindahópana sem bíða þess í ofvæni að komast í fjallasæluna.



 Reyndar eru þær kannski misáhugasamar um fjalladýrðina því sumar eiga sér þá ósk heitasta að fá að standa í túnunum allt sumarið, Aðrar láta sig dreyma um  að dúllast við kippa upp plöntum úr skjólbeltum og skógrækt minnar heittelskuðu,  nágrannanna eða eitthvað þaðan af verra.



 Rétt eins og Lykla Pétur tek ég mér stundum góðan tíma í að vega og meta þessa misjöfnu hjörð áður en hún sleppur í gegn en samt í talsvert öðrum tilgangi .



   Þessi úttekt á uppskeruhorfum sauðfjárræktarinnar þetta árið er með ánægjulegasta móti og allt útlit fyrir að nú stefni í góðan árgang í þessari framleiðslugrein hér.



 Þessi geislað nú ekkert af áhuga á fjallaferðum en upp fór hún samt og þrælrafmögnuð túngirðingin bíður hennar ef túngrasafíknin verður henni ofviða.



 Það er mun hlýlegra fyrir þær að yfirgefa láglendið núna en fyrir ári síðan þó að allt sé nú reyndar að skrælna nú sem þá.



 Næsta mál á dagskrá er svo grenjavinnslan sem er alveg að bresta á.
Flettingar í dag: 165
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 423902
Samtals gestir: 38578
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 09:13:13
clockhere