10.02.2012 20:21

Hestamiðstöðin í Söðulsholti. Allt á fullu.

 Eftir septemberlokun hestamiðstöðvarinnar hefur allt verið á fullu í vetur.

Það eru 30 - 35 hross stöðugt á járnum og reiðhöllin komið að góðum notum í rysjóttu vetrarfarinu.


 Hér er Dóri að ræða við einn ótaminn sem mætti í skólann í gær.



 Ég byrjaði á að heilsa uppá hann Flugarr minn Fláka og Fjóluson og spurði hann hvort þýddi nokkuð að leyfa honum að spreyta sig á folaldasýningunni um næstu helgi.
 Hann sagði að ég mætti ráða því, en að yrði þá að raka sig fyrst.


Vegna ófærðar hefur tamningaliðið verið spakara heima um helgar og hátíðar en oft áður svo ég hef lítið fengið að spreyta mig í gjafastússi þennan veturinn.



 Það var rólegt í gerðinu enda gekk á með éljum sem aldrei fyrr.



 Hér er regla á hlutunumog hvert hross á sína stíu meðan á innivist stendur.



 Það er rólegra hjá hálmvagninum en nokkurntíma áður því stöðugar haustrigningar höfðu aldeilis afleit áhrif á hálmuppskeru búsins.



 Kjarnfóðurvagninn er eins og hey og hálmvagninn hannaður og smíðaður af yngri Dalsmynnisbóndum. Við hönnunina var lögð sérstök áhersla á að hafa drif og tæknibúnað allan sem einfaldastan til að forðast illviðráðanlegar tæknibilanir.


 Hér bíða svo þessi atvinnutæki meðan eigendur þeirra tóku sér smá kaffipásu.



 Hér eru svo Iðunn og Dóri í kaffipásunni en Einar
óðalsbóndi trúlega að selja hross.
Þriðji starfsmaðurinn Arnar í Haukatungu lagði hinsvegar undir sig sóffann og er utan myndarinnar  af þeim sökum.



 Þessi 4 v. hryssa, Kolbrá undan Sólon og Gloríu frá Snartartungu er í miklu uppáhaldi hjá eigandanum og ég fékk ágætis fyrirlestur um ætlað ágæti hennar í framtíðinni.
Flettingar í dag: 2247
Gestir í dag: 174
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433175
Samtals gestir: 39977
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 19:35:12
clockhere