05.02.2012 20:51

Birgðarstaða hálendissins. Froða eða alvöru?

Hér um slóðir þar sem hvert þurrkasumarið hefur rekið annað voru menn farnir að bylta sér vansvefta yfir sílækkandi grunnvatnsstöðu. Vatnsból sumstaðar farin að svíkja og uppsprettur sem hafa runnið lengur en elstu menn muna, farnar að þorna upp.

 Nú eru uppsafnaður snjólager fjallanna hér um slóðir með allra mesta móti og ekki ólíklegt að árnar muni renna allavega frameftir sumri.
 Reyndar má velta því fyrir sér hvort meginuppistaðan í birgðunum sé einhver froða sem muni leysast upp á alltof skömmum tíma eins og undirstaðan í hrunveislunni okkar en það á bara eftir að koma í ljós.

 Ég neyddi mig til að fórna dýrmætum tíma mínum í dag til að skrönglast um fjalllendið og meta snjóalögin.



 Svona leit Hesturinn út og snjórinn sem þarna á eftir að þiðna mun lenda annarsvegar ofan í Stóra Langadal og hinsvegar í Flatná og síðan Haffjarðará.

 

 Héðan sést norðausturhlið Ljósufjallanna. Nær eru Tröllabörn og Botnaskyrtunna t.h. Hér er horft eftir vatnaskilum og héðan rennur leysingjavatnið ýmist í Laxá í Miklaholtshr. eða niður í StóraLangadal, nema úr Botnaskyrtunnunni. Og hér sjá menn vestasta hluta Dalabyggðar allavega sunnan Hvammsfjarðar.



 Þetta er sú hlið Skyrtunnu sem tilheyrir ekki Dalsmynni heldur Stóra Langadal.



 Hér er sjálf Sátan sem er mun virðulegri í návígi en margan grunar. Á bakvið hana sést ofaná Svínafellið en handan þess er Heydalsvegur svo lítt kunnugir átti sig á staðháttum.



 Hér sést yfir Rauðukúlugíginn niður yfir Gullborgarhraunið og greinilega farinn að minnka snjórinn á láglendi hjá vinum mínum á Austurbakkanum.

 Já, til hellingur af snjó og það er kannski ekkert svo leiðinlegt að nota hann til ferðalaga á svona degi.



 Hér er svo  snjósleðafloti Dalsmynnisbænda eins og hann leit út um 12 leitið í dag . Klukkutíma seinna var sá blái lagður af stað til nýrra heimkynna þvert yfir landið allt til Vopnafjarðar. Þar mun hann örugglega kynnast snjósælli veröld en hann hefur átt að venjast síðustu árin hér á Nesinu.
Flettingar í dag: 522
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 2914
Gestir í gær: 601
Samtals flettingar: 428501
Samtals gestir: 39536
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 01:09:58
clockhere