15.10.2011 20:56

Stóri hrútadagurinn á Snæfellsnesi.

 Já, lamhrútasýningin á Snæfellsnesi fór fram í snæfellskri blíðu eins og hún gerist hvössust og úrkomumest.

 Þar sem varnarlína skiptir svæðinu var sýningin austan girðingar haldin í Haukatungu á föstudagskvöldi  og aðalsýningin síðan í Bjarnarhöfn í dag. (Laugardag.)

 Alls voru sýndir yfir 70 lambhrútar og var stærsti hópurinn hvítir hyrndir eða 45 talsins.

                                                 Frá sýningunni í Haukatungu.

 Næst stærsti hópurnn voru mislitu hrútarnir og síðan þeir kollóttu.



  Þarna voru upp til hópa frábærir hrútar og sérstaklega er gaman að sjá hvað það eru öflugir einstaklingar í mislita hópnum.


  Hér eru 5 efstu vestan girðingar. T.v. er Hriflonssonur frá Gaul sem lenti í öðru sæti og næst honum hrútur frá Hjarðarfelli sem varð þriðji. Allir algjört metfé.

 Dómararnir þeir Jón Viðar og Lárus Birgisson voru ekki öfundsverðir að gera upp á milli hrútanna þegar kom að endanlegri röðun.

  Sá efsti í þessum flokki og jafnframt sá sem dæmdist besti hrútur sýningarinnar var undan Gosa frá Ytri Skógum í eigu Ásbjarnar Pálssonar í S. Haukatungu.



 Og ég er ekki frá því að félagi Ásbjörn hafi bara verið nokkuð sáttur við daginn.



  Hér eru verðlaunahafar í hvítum hyrndum.



 T. v. Heiða á Gaul sem átti efsta hrútinn í fyrra en þann í öðru sætinu þetta árið. Ásbjörn  og síðan  Gunnar á Hjarðarfelli með þriðja sæti.



 Eigendur mislitu hrútanna . frá v. Arnar Ásbjörnsson Haukatungu, Lauga Hraunhálsi og Eggert á Hofstöðum.


Verðlaunahafar í kollótta flokknum. Harpa og Guðbjartur Hjarðarfelli, annað og fyrsta sæti og Herborg Sigríður í Bjarnarhöfn með þriðja sæti.



 Þessi stóð efstur af þeim kollóttu.



Ég held að þau Heiða og Júlli á Gaul hafi átt hrút eða hrúta í  lokauppröðun í öllum flokkum. Hér bíða þau hin rólegustu eftir niðurstöðu um toppsætin í hvítum hyrndum, þar sem þau náðu öðru sætinu og áttu síðan annan hrút í 5 hrúta röðun.



 Hér er Jón Viðar að messa yfir söfnuðinum. Nú voru í fyrsta sinn veittar viðukenningar fyrir skýrslufærðar ær sem stóðu efstar á svæðinu fyrir kynbótamat tiltekið árabil. Þar stóð efst einhver eðalær í Mýrdal  sem ég kann ekki að nefna.

 Það var Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis sem sá um sýninguna og veisluna sem beið okkar þarna að loknum dómum. Algjörlega meiriháttar hjá þeim.

 Já, maður þarf greinilega að fara að taka á því, í ræktunarmálunum.
Flettingar í dag: 403
Gestir í dag: 121
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 424140
Samtals gestir: 38686
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 18:08:58
clockhere