10.10.2011 22:43

Tveggja hunda rollur.

Hluti fjalllendisins sem ég sé um leitir á er dálítið stórskorinn og öðruhvoru verða til kindur sem kunna að nýta sér það til að framlengja fjalladvölina.

  Þar sem aðeins eru notaðir vel hundaðir úrvalssmalar, er þetta þó sjaldan vandamál.
Þær kindur sem þó komast á þetta  geta orðið erfiðar viðfangs og þær svæsnustu virðast gæta þess að fara aldrei langt frá giljum eða klettum sem þær geta forðað sér í.


   Hundarnir voru löngu farnir að halda sig vel fyrir aftan mig eins og þeir gera alltaf  þegar eitthvað fjör er framundan.

 Gamli maðurinn lagði á Hafursfellið í morgun eftir einni í erfiðari kantinum. Þrátt fyrir að berja Hrafnagjána augum oft á dag hafði ég aldrei stytt mér leið  í Geldingadalinn, upp hana fyrr.



 Hér eru Dáð og Tinni búin að ná tökum á viðfangsefninu og nú snerist málið ekki um að reka það eitthvað , heldur að stoppa mæðginin af og stýra þeim rétta leið niður úr dalnum.

 

 Það var ekki fyrr en í neðst klettabeltinu sem þau sluppu í kletta en þeir voru samt haldlitlir í vörninni.


 Allt komið í upphafsreitinn og nú var bara að fara nógu rólega það sem eftir, var svo hrússi kæmist á leiðarenda.



 Hér er svo smá slökunarstund meðan umboðsmanns eigandans var beðið til taka við ullarpöddunum brattsæknu.

Flettingar í dag: 2150
Gestir í dag: 141
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433078
Samtals gestir: 39944
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 13:48:37
clockhere