11.09.2011 07:58

Kýrnar, sólin regnið og rokið.

Það er enn verið að setja kýrnar út þó það sé nú bara til málamynda.



 Þær eru að vísu ekki svona léttstígar út um dyrnar núna, en út vilja þær samt komast meðan það er í boði.
 Hér á bæ er lítið lagt uppúr sumarbeitinni. Yngri bóndinn er sérlega lítill áhugamaður um að hafa um 50 stórgripi sparkandi á vallarfoxtúnunum sínum og lítur klessurnar sem þær leggja frá sér í algjöru skipulagsleysi hornauga.



 Þetta er annað sumarið sem ekki er sáð grænfóðri til beitar. Kýrnar eru semsagt inni á nóttunni og hafa  aðgang að heyi allt sumarið en nú er verið að gefa síðustu rúllur fyrra árs.



 Þessa dagana er mjólkurframleiðslan í lágmarki, burður ekki byrjaður og fjósverkin ákaflega þægileg og fljótleg.



 Og engir kálfar á fljótandi fæði.



 En byggþreskingin og flagvinnan sem átti að öllu eðlilega að vera á fullu þessa haustdaga er í biðstöðu vegna vorkuldanna svona til að sýna okkur sem lifum á landsins " gæðum "  að það er ekki nóg að plana hlutina og vera með réttu græjurnar.

Við erum bændur," og  eigum allt, undir sól og regni" .

Og rokinu náttúrulega.

Flettingar í dag: 439
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 363
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 422835
Samtals gestir: 38528
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 06:59:00
clockhere