22.08.2011 22:56

Þuklarar,Hnallþórur og ?????

 Já , það var ákveðið að renna við hjá hrútaþuklurunum í Sævangi á vesturleið og kynnast rómuðu kaffihlaðborði strandamanna.



 Hér eru menn farnir að linast í drykkjunni þó borðin svignuðu enn af stríðstertunum. Mér finnst alveg rosalega gott að komast öðruhvoru í svona veitingar þar sem ekki er verið með einhverja smámunasemi í hollustunni. Og ég vonaði svo sannarlega að þessar kræsingar hefðu ekki orðið til í vottuðu eldhúsi.



 Það urðu fagnaðarfundir hjá mér og aðal Bassanum þó hvorugur okkar vissi þá, að hann væri verðandi heimsmeistari í hrútaþukli.



Ég ólst nú eiginlega upp á einum svona og það fór hrollur um mig þegar ég sá sætið í honum fullbúið þeim þægindum sem ég vandist i æsku. Það var dálítið langt á honum kúplingstigið og þar sem ég var lengi frekar stuttur í annan endann þurfti ég í nokkur ár að renna mér framúr sætinu og til hliðar til að botna kúplinguna. Nokkuð ljóst að ekki nýttust bremsurnar á meðan.



 Heimsmeistarinn í hrútaþuklinu hafði gefið mér góð ráð varðandi næturstað í Djúpinu og það var ekki honum að kenna að dregið var fyrir morgunsólina þegar hún átti að skína.



 En lognið var algjört og svona leit Ísafjörðurinn í morgunsárið. Þarna sést Svansvík sem er syðsta byggða ból í Súðavíkurhrepp og eina býlið í byggð norðan fjarðarins út með Djúpinu allt að Látrum ef ég man rétt.

 Þaðan er nú um stundir ekið grunnskólanemanda til Hólmavíkur daglega, ásamt 2 börnum úr Nauteyrarhrepp. Rúmlega klukkutíma akstur í góðri færð.



 Hér er svo fararstjórinn í ferðinni að vaða " alveg upp að hnjám" en á tímabili var það afdráttarlaust eitt af aðalmarkmiðum ferðalagsins.
Flettingar í dag: 209
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 816
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 418872
Samtals gestir: 38055
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 17:28:20
clockhere