18.07.2011 23:35

Óþurrkasumur og önnur sumur.

 Ég stæri mig gjarnan af því utan bloggs og innan að maður setji erfiða árferðið afturfyrir sig og eyði því af harða diskinum.

 Staðreyndin er nú samt sú að t.d erfiðustu rigningarsumrin sitja nokkuð vel inni í kollinum, þó farið sé að slá í góðu sumrin sem liðu áhyggjulaus með botnlausri blíðu og hamingju.


                              Dálítið fjarlæg uppákoma  í dag.
 Það er reyndar óskaplega langt síðan túnin gengu í bylgjum undir " litlu  " vélunum sem reyndar voru á dekkjum sem við köllum skurðarskífur í dag.


                         Svona græja hefði komið sér vel í dótakassanum þá.
 Og maður var orðinn algjör snillingur í að lesa úr lægðum og hæðum og gjörnýta hverja þurra stund sem gafst til heyskapar.

 Það verður nú að segjast eins og er að þeir hæfileikar nýtast alveg með afbriðgum illa síðustu árin.

Nú er varla hægt að segja að rignt hafi hér almennilega síðan í öndverðum maí og þó meira hefði orðið úr skúraleiðingum hér á svæðinu í dag en veðurfræðingarnir spáðu, fékk akkúrat bletturinn sem ég bý á alveg sérstaklega lítinn skammt.

 Það rigndi samt  greinilega þokkalega mjög víða í kringum mig og vinir mínir á Austurbakkanum fengu sem betur fer nokkuð góðan skammt, enda Austurbakkinn mun viðkvæmari fyrir endalausum þurrkum en gósenland Vesturbakkans.

 Hér var verið á fullu að heyja fyrir Hestamiðstöðina og ef rétt er lesið á veðurkortin næst vonandi að rúlla restinni þar á morgun. Þá eru eftir fyrri sláttur á nokkrum ha. á ýmsum leigutúnum.

 Þessi miklu þurrkasumur ( óþurrkasumur á öðrum landshlutum) ár eftir ár, vekja samt upp ýmsar spurningar sem enginn getur svarað.

Enda langbest að setja erfiðu árin afturfyrir sig og eyða þeim af harða diskinum, eða þannig.

Já, hér er svo alveg botnlaus blíða dag eftir dag.

 
Flettingar í dag: 294
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 425
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 421464
Samtals gestir: 38445
Tölur uppfærðar: 1.5.2024 08:23:52
clockhere