15.05.2011 22:20

Olía úr illgresi ??

 Það var mikil breyting á stillingum sáðvélarinnar að fara úr 200 kg af byggfræi á ha. niður í 8 kg af Doðrufræinu. Ekki var það svo slæmt að geta minnkað áburðargjöfina niður í um 100 kg á ha. úr 300 kg.

 Það var verið að sá fyrsta olíufræinu, Akurdoðrunni og þó að maður viti lítið um áburðarþörf og árangur og heilmargt annað þá mun þessi sáning segja okkur ákveðna hluti varðandi framhaldið.



 Doðrufræið er örsmátt og magnið í þennan 1.5 ha. sem sáð var í þessi 12 kg voru eins og krækiber í helvíti þegar það var komið í stóru sáðvélina.



 Ég var fyrir löngu búinn að ákveða að koma ekki nálægt vetrarrepjuræktun vegna óvissunnar um uppskeru en þegar útlit er fyrir að komin sé olíujurt sem nái þroska yfir sumarmánuðina þá fer þetta að  verða mun áhugaverðara.

 Kannski finnast sumarafbrigði af sumarrepju eða nepju sem ná að þroskast hér og þá verður spurning um hvað verður ofaná í ræktuninni.

 Hér í Eyjarhreppnum verður trúlega sáð í á milli 10 og 20 ha af doðrunni og gaman að sjá hvað kemur útúr því.

 Ekki síður spennandi að sjá hverju Jónatan Hermannsson kemst að á Korpu í sumar.
 Þar verða gerðar tilraunir með Doðruna, sumarrepjuna og nepjuna.


 
Flettingar í dag: 2251
Gestir í dag: 175
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433179
Samtals gestir: 39978
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 20:00:17
clockhere