13.04.2011 07:43

Hin árvissu stresstímabil.

Í árhring bóndans koma stresstímabilin og fara rétt eins og árstíðirnar.

 Veturinn sem senn er að baki er ákveðinn slökunartími eða svona miðparturinn úr honum en með hækkandi sól fer allt að gerast.

 Í umhleypingunum og slabbinu núna er sífellt auðveldara að hitta á kollega sem er orðinn mega áhyggjufullur yfir hvernig dagarnir þjóta hjá án þess að hægt sé að koma búfjáráburðinum á tún og akra.



 Og það verður að segjast eins og er að sem jafnan fyrr og síðar hafa bændurnir rétt fyrir sér,  því það getur held ég ekki orðið blautara um en núna.

 Á þessum síðustu og verstu, er búfjáráburðurinn orðinn mikils virði og gert ráð fyrir toppnýtingu á honum við áburðaráætlun vorsins.

 Að vísur er lítill klaki í jörð en þó aðeins enn, a.m.k í túnunum sem gerir þau alófær fyrir dótagrjæurnar okkar.



 Að sjá akrana í þessu ástandi er dálítið fjarlægur draumur en samt ?????

Og allar mykjugeymslur eru svo að verða eða orðnar stútfullar sem eykur enn á líflegheit magasýranna.

 Það eina sem getur bjargað geðheilsunni í þessari stöðu er vitneskjan um það að þetta endurtekur sig á hverju ári og alltaf fer þetta einhvernveginn.

Oftast vel.emoticon
Flettingar í dag: 2876
Gestir í dag: 597
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 427941
Samtals gestir: 39511
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 23:53:34
clockhere