08.04.2011 06:28

Varmadælur og húshitun.

Fyrir margt löngu ( u.þ.b.10 árum.) skoðaði ég hagkvæmni þess að hita upp húsnæði með varmadælu. Ég eyddi ekki löngum tíma í það áður en það var blásið út af borðinu. 

 Nú er haldin fundaherferð um landið í boði Iðnaðarráðuneytis/ Orkuseturs til að kynna fyrir þeim tæplega 10 % landsmanna sem þurfa að búa við raforkuhitun nýja möguleika í notkun varmadæla.

 Það sem hefur breyst á þessum 10 árum er.

1. Tæknin hefur breyst m.a. með betri orkunýtingu.
2. Verðið á stofnbúnaðinum hefur lækkað umtalsvert og er verið að tala um svipað eða jafnvel        
    lægra verð í krónutölu en fyrir 10 árum.
3. Raforkuverð til upphitunar hefur snarhækkað.
4 Síðast en ekki síst  stendur nú til boða að þær niðurgreiðslur sem sparast ríkinu á næstu
   8 árum vegna breytinga í varmadælu eru greiddar sem eingreiðsla/styrkur.


 Það voru þeir Sigurður og Benedikt frá Orkusetri sem mættu á Breiðablik í gærkveldi og fluttu fundarmönnum fagnaðarerindið.
 Miðað við ákveðnar gefnar forsendur sýndu þeir félagar fram á að svona breyting gæti jafnvel borgað sig upp á 2 árum.



 Það mættu um 30 manns úr Borgarbyggð og Eyja-og Miklaholtshreppi.
 

Reyndar var líka farið yfir orkusparandi aðgerðir, uppbyggingu orkureikninga, hagkvæmni dreifbýlishitaveitna og m. fl.

Þeir félagar enduðu á að setja upp töflu með fjölda gjaldenda í Eyja og Miklaholtshreppi sem byggju við rafhitun og íbúafjöldann á bakvið þá. Þær tölur voru hinsvegar vægast sagt dularfullar svo útreikningar unnir úr þeim voru lítilsvirði í umræðunni þarna.

 Í þessu sveitarfélagi er býsna skrautleg flóran í orkumálum. Hér eru reknar 3 aðgreindar hitaveitur og tvö býlanna eru svo með heimarafstöð. Um fjórðungur íbúanna býr hinsvegar við rafhitun.

 Sveitarfélagið rekur borholu sem þjónar byggingum og íbúum í Laugargerði.

Í Eyjarhreppnum er hitaveitan Kolviðarnes sf. sem er komið upp og rekin af einstaklinum án aðkomu sveitarfélagsins og þjónar 9 lögbýlum og byggþurrkun Yrkja ehf.
 Þetta er trúlega ein af dýrari hitaveitum í dreifbýli sem hefur verið komið upp án aðkomu sveitarfélags.

  Síðan er hitaveita Eyja- og Miklaholtshrepps sem þjónar um 9 lögbýlum, kirkju, félagsheimili, fiskþurrkun, gróðrarstöð og þjónustukjarnanum á Vegamótum.
 Þar er sveitarfélagið hluthafi ásamt því að koma að félaginu með þolinmótt fé bæði vegna borunar og síðan vegna lagningu veitunnar í upphafi.

 Nú verður trúlega sest niður og reynt að vinna úr þessari stöðu en væntanlega horfa þeir sem búa við rafhitun á málið misjöfnum augum. Allt frá því að stefna á varmadælu sem í a.m.k. einu tilviki er á lokastigi og upp í það að láta sig dreyma um hitaveitu sem mun trúlega verða ákaflega óhagkvæm fyrir stærsta hluta þessa svæðis.

En stundum hafa menn litið framhjá því í dreifbýlinu því hægt er að reikna arðinn með margvíslegum hætti..
Flettingar í dag: 1872
Gestir í dag: 471
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 426937
Samtals gestir: 39385
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 07:28:02
clockhere