19.03.2011 21:21

Hesthúsvígsla aldarinnar.


 Við mættum 4 úr Eyjarhreppnum í reiðina frá Heimsendahesthúsahverfinu í Hafnarfjörðinn.

Ég velti því fyrir mér í hvern andsk. ég hefði nú komið mér, þegar riðið var af stað í kulda og éljagangi og þurrbrjósta í þokkabót.

Það var verið að flytja í nýtt hesthús í Hafnarfirði og þar sem byggjendur þess tengdust mér með einum og öðrum hætti var ekki heima setið í þetta sinn.



 Hér eru þeir Skjóni og Bliki nokkrum mínútum áður en þeir kvöddu þessa vistarveru sína í síðasta sinn.



 Og hér er Bliki kominn í nýju stíuna sína.


 Þetta leit ekkert illa út hérnamegin.



 Ekki var það verra á hægri hendina enda eigendurnir dálítið svoleiðis.


 Hér eru þeir að setja vígsluna og annar þeirra eilítið þreytulegur enda tekur svona framkvæmd aðeins í. Hljómsveitarmeðlimirnir á bakvið þá félaga eru samt áhyggjulausir  á svipinn.



Það er svo smá reiðhallarhorn í enda hússins þó veðursældin í Hafnarfirði sé óbrigðul  samkvæmt gríðarlega áreiðanlegum heimildum( Auðun). 



 Þetta eru hálm og heyvagn staðarins og fer ekki á milli mála að hönnun er copyuð  frá yngri Dalsmynnisbóndanum sem gerði einn slíkan fyrir Hestamiðstöðina.





 Hluti af vígslunni var að sjálfsögðu að skella hestunum inn  og gefa þeim áður en barinn var opnaður. Jonni og Dóri drifu í því enda orðnir dauðþyrstir.


 En barinn leit svona út.



 Og lagið var tekið fyrir eigendurna og gestina.




Afabörnin spöruðu sig hvergi.




 Hér er svo nýjasta fjárfestingin mín eftir reynsluferðina, hann Stígur frá Íbishól.
Hann svínvirkaði þó hann hefði nú bara verið járnaður 2 dögum  áður.

Þó það hefði verið erfitt að keyra vestur í moksnjókomu og leiðinlegu skyggni í nótt, var ég bara nokkuð sáttur við bílstjórastarfið í dag.
Flettingar í dag: 189
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 423926
Samtals gestir: 38599
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 11:32:27
clockhere