07.02.2011 22:32

Snjór á Nesinu. Loksins.

 Meðan kuldamassinn yfir Grænlandi stýrir hverri lægðinni á fætur annarri yfir okkur fer ekki hjá því að snjói á Nesinu. Þetta er svona snjór sem sest að í einhvern ótiltekinn tíma en fýkur ekki út á hafsauga jafnóðum eins og í norðanáttinni.

  Í gærmorgun var snjósleðaflotinn í Eyjarhreppnum því gerður klár eftir a.m.k 2 ára hvíldartíma. 

Það gekk bara nokkuð vel.

Í dag var svo algjört óskaveður fyrir fjallaferð en þó það sé algjörlega ófyrirgefanlegt verð ég þó að viðurkenna að dagurinn hjá mér fór í skít/hálmakstur í hestamiðstöðinn.

 Þar sem það er ákaflega sjaldgæft að ég geri eitthvað ófyrirgefanlegt er nokkuð auðvelt fyrir mig að lifa við það.

 En þetta var dýrðin sem ég missti af.



Og Svörtufjöllin engilhrein eins og samviska Dalsmynnisbóndans.



 Hafursfellið stendur svo alltaf fyrir sínu.



 Heimasætan kom í sveitina um helgina og með aðstoð afastelpunnar var skellt upp einum Snæfinni.


 Skessa gamla sagði þeim til við þetta, enda með um hundrað ára mannsaldur að baki.

 Tinni og Vaskur voru hinsvegar ekkart að taka þátt í svona fíflagangi, langþreyttir á að fá ekki almennilegt tíðarfar til smalaæfinga.


Svo er bara að vona að komandi rigningar verði snjókoma í fjallinu, því ekki veitir af að bæta jarðvatnsstöðuna eftir liðna snjóleysisvetur og hvert þurrkasumarið á fætur öðru.

 Kannski kemst maður svo í fjallaferð áður en lýkur??
Flettingar í dag: 113
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 423850
Samtals gestir: 38576
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 05:49:27
clockhere