16.12.2010 00:05

Aur og örsól.

Það sást nú bara til sólar í dag þó að hún rétt drægist nú bara upp yfir sjóndeildarhringinn.

 Það var svo ætlunin að taka síðasta rollukikk haustsins af Dalsmynnisfellinu, en þegar uppfyrir túngirðinguna kom uppgötvaði ég að það myndi vera aur á öllum holtum á leiðinni og ótækt að enda árið á að spora þau.


 Hér var allt frosið fyrir ári síðan og engin kind sjáanleg á Núpudalnum. Ég var svo að frétta það rétt í þessu að Snilld sem hér fylgist áhugasöm með húsbóndanum( ásamt minni heittelskuðu), hefði  komist heilu og höldnu  austur á Breiðdal í dag, en þar mun hún allavega eyða jólunum í góðu atlæti.


 Skyrtunnan og Svörtufjöll standa alltaf fyrir sínu. Skyrtunnan úr blágrýti og Svörtufjöllin úr móbergi. Magnað.

 Það er hér ofan af Dalsmynnisfellinu sem hægt er að kíkja í allar áttir ef ske kynni að einhverjar fjallafálur hefðu sloppið frá fráneygum Austurbakkamönnum sem hafa verið að fara með smásjá um Skógarströndina og Rauðmelsfjallið undanfarnar vikur.

 Nú, svo eru 11 hross einhversstaðar týnd á svæðinu og ekki ónýtt að komast í hrossasmölun í fjallinu.

 Hér sést Dalsmynnisfellið hinsvegar úr hinni áttinni en þessi mynd er tekin úr blágrýtinu á brún Hvítuhlíðargilsins á efri myndinni.



 Ég á nú samt  ekki von á svona fjárfjölda þegar ég kemst þarna inneftir einhvern næstu daga.
Flettingar í dag: 1729
Gestir í dag: 108
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 432657
Samtals gestir: 39911
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 07:22:35
clockhere